- Advertisement -

Samtrygging fjórflokksins og embættismanna

„…þriggja manna nefnd sem tekur til sín tæpar 100.000 kr. á klukkustund…“

„Það er forkastanlegt að það þurfi þriggja manna nefnd sem tekur til sín tæpar 100.000 kr. á klukkustund til að ákvarða laun eins manns hjá Orkuveitunni. Hver nefndarmaður fær 25.000 kr. á hverja unna klukkustund og formaður fær að auki 50% álag,“ bókaði Vigdís Hauksdóttir í borgarráði í dag.

„Miðflokkurinn styður tillögu stjórnarmanns Akraneskaupstaðar um að launin skulu ákvörðuð 10.000 kr. á klukkustund. Sú tillaga var felld og er til marks um samtryggingu fjórflokksins og embættismannakerfisins.“


Auglýsing

Tengdar fréttir sem þú gætir haft áhuga á að lesa: