„Milljarðamæringar og málaliðar á þeirra vegum eru orðnir talsvert fyrirferðarmiklir sem „innanbúðarmenn“ í umræðu um auðlindir Íslands. Samtök ferðaþjónustu eru orðin þeirra samtök og fjárvana stofnanir ríkisins kostaðir samstarfsaðilar. Hugtakið auðvald verður sífellt skiljanlegra,“ segir meðal annars í fínni grein Ögmundar Jónassonar um landakaup erlendra auðmanna.
Eins segir í grein Ögmundar: „Mörg trúðum við því framan af að ríkisstjórn og Alþingi myndu reisa alvöru skorður við landakaupum og þá einnig koma í veg fyrir að eignarhald á landi og þar með auðlindum, vatni, heitu og köldu og orku svo og öllum öðrum verðmætum í jörðu, færðist út fyrir landsteinana. Í yfirráðum yfir þessum gæðum er fólgið efnahagslegt og pólitískt vald sem á heima hjá samfélaginu – hjá þjóðinni.“