Samþykktu fyrst, sviku svo
- ldri borgurum vel tekið og þeim boðið á fundi. Síðan var lítið gert með það sem þeir höfðu fram að færa.
„Fyrir þingkosningarnar 2013 fór kjaranefnd Félags eldri borgara í Reykjavík á fund formanna allra þingflokkanna á Alþingi, svo og á fund formanns velferðarnefndar en einnig ræddi kjaranefnd við formenn þeirra stjórnmálaflokka, sem ekki áttu fulltrúa á þingi,“ þannig skrifar Björgvin Guðmundsson viðskiptafræðingur.
„Einn þingflokkurinn bauð okkur að koma á fund alls þingflokksins, það var Sjálfstæðisflokkurinn. Hann var þá svona opinn fyrir umræðum um kjaramál aldraðra! Ég sótti alla þessa fundi sem formaður kjaranefndar en síðan voru alltaf einhverjir aðrir úr kjaranefnd með. Rætt var um kjarakröfur eldri borgara. Er skemmst frá því að segja að undirtektir við kröfur okkar voru mjög góðar, einkum hjá stjórnarandstöðunni.“
Björgvin endar skrif sín svona: „Bæði Sjálfstæðisflokkur og Framsóknarflokkur tóku upp kjarakröfur eldri borgara fyrir kosningarnar 2013, settu málin fram sem kosningaloforð en síðan sviku þeir loforðin! Margrét Tryggvadóttir alþingismaður varð við okkar kröfum og flutti frumvarp um þær. Það náði ekki fram að ganga. Það var talsverð lífsreynsla að heimsækja alla flokkana.“