„Við verðum að laga vinnubrögðin á Alþingi þannig að öll mál sem við samþykkjum hafi raunverulegt gildi og séu ekki bara orðin tóm,“ sagði Silja Dögg Gunnarsdóttir Framsóknarflokki á Alþingi í dag.
Tilefnið er að ekkert hefur verið gert með þingsályktunartillögu sem hún flutti og Alþingi samþykkti í september í fyrra.
„Nú erum við að detta inn í þriðja mánuð ársins 2017. Samkvæmt mínum heimildum hefur ekkert gerst í tæknifrjóvgunarmálinu síðan það var samþykkt í september. Það þykir mér miður þar sem ég veit að fjöldi fólks treystir á að reglunum verði breytt. Við verðum að laga vinnubrögðin á Alþingi þannig að öll mál sem við samþykkjum hafi raunverulegt gildi og séu ekki bara orðin tóm.“
Hér má hlusta á ræðu Silju Daggar.