Bankaráðið segir hluthafa hafa samþykkt launahækkanir bankastjórans.
Ekki er annað hægt að lesa úr tilkynningu bankaráðs Landsbankans en að fjármálaráðherra hafi vitað af launahækkunum Lilju Bjarkar Einarsdóttur í Landsbankanum.
Í tilkynningu bankaráðsins segir að launahækkunin sé í samræmi við starfskjarastefnu bankans sem hluthafar hans hafi samþykkt. Punktur og basta.
Samkvæmt þessu þarf bankaráðið að svara bréfi fjármálaráðherra og skýra fyrir honum launabreytingar sem hann sjálfur vissi um og samþykkti, nema að bankasýslan, sem er ekki armslengd frá ráðuneytinu, hafi samþykkt launahækkunina en haldið henni leyndri fyrir ráðherra.
Hvoru tveggja er vont.