- Advertisement -

Samstarf við auðvaldið er svik við kjósendur

Gunnar Smári skrifar:

Ef við gerum ráð fyrir að það séu um 200 þúsund manns sem kjósa þá jafngildir þessi sveifla því að 40 þúsund manns hafi snúið baki við þessum flokkum; fylgi þeirra hafi fallið úr 82.400 manns niður í 42.400.

Eftir umbreytingu á vinstriflokkunum yfir í Samfylkingu og VG fengu þessir flokkar 35,9% í kosningunum 1999, árið 2003 39,8% og síðan 41,2% árið 2007. Báðir flokkar stilltu sér upp sem höfuðandstæðing Sjálfstæðisflokksins, flokkum sem væru valkostur kjósenda á móti hægri stjórnum Sjálfstæðisflokksins.

Síðan hafa báðir þessir flokkar myndað ríkisstjórnir með Sjálfstæðisflokknum. Og fylgi þeirra er nú samanlagt 21,2% í skoðanakönnun dagsins hjá MMR.

Ef við gerum ráð fyrir að það séu um 200 þúsund manns sem kjósa þá jafngildir þessi sveifla því að 40 þúsund manns hafi snúið baki við þessum flokkum; fylgi þeirra hafi fallið úr 82.400 manns niður í 42.400.

Sósíalisminn er farvegur þessarar andstöðu…

Samfylkingarfólk segir að ástæða þess að flokkurinn myndaði hina vondu stjórn með Sjálfstæðisflokknum 2007 hafi verið að VG var tilbúið að gera það sama. Eðlilegri leikur hefði verið að þessir flokkar mynduðu stjórn með Framsókn, sem þá var í sárum eftir langvarandi bandalag við Sjálfstæðisflokkinn; flokkurinn hafði tapað sál sinni og stjórnarsamstarf við vinstrið hefði mögulega hjálpað honum til að finna sig. Þarna var líka Frjálslyndi flokkurinn, hægri flokkur, en harðvítugur andstæðingur einkavæðingar fiskimiðanna.

Lærdómur þessara sögu er að vinstrið er hér, sem alls staðar annars staðar í veröldinni, höfuðandstæðingur auðvaldsins. Sósíalisminn er farvegur þessarar andstöðu, farvegur þess fólks sem trúir að auðvaldið hafi of mikil völd í samfélaginu í gegnum auð sinn og að mikilvægt sé að fjöldinn nái völdum yfir ríkisvaldinu. Þetta er afstaða meirihluta almennings, vandinn er að stjórnmálakerfið hefur ekki tekist að ná þessum vilja fram. Og helsta ástæðan er þegar forysta vinstra flokka gefst upp í baráttunni, selur sér að það sé skárra að fá að sitja inn í herberginu þar sem auðvaldið tekur ákvarðanir en að heyja hinna fögru baráttu fyrir að almenningur fái völdin og geti án afskipta auðvaldsins byggt upp samfélag eftir eigin hagsmunum, vonum og væntingum.

Til að eygja von um sigur verður við að byrja á því að lækna vinstrið. Þegar saltið dofnar, með hverju söltum við það? Svarið er Sósíalistaflokkur Íslands. Hann hefur þegar verið helsti kveikjan að endurreisn verkalýðshreyfingarinnar og mun verða helsta kveikjan að endurreisn sósíalískrar baráttu á Alþingi og í ríkisstjórn.


Tengdar fréttir sem þú gætir haft áhuga á að lesa: