- Advertisement -

Samstaða um að hækka skatta duglega á þau sem minnst hafa

…okkur til háborinnar skammar…

„Það virðist hafa verið ákveðin samstaða um að auka stórlega skattheimtu á þá einstaklinga sem eru í almannatryggingakerfinu og líka þá sem eru á lægstu launum. Hvernig er það gert? Jú, það er með því að láta persónuafsláttinn vera óbreyttan eða bara hreinlega ekki, stundum er hann hækkaður samkvæmt neysluvísitölu, stundum er hann ekki hækkaður neitt,“ sagði Guðmundur Ingi Kristinsson, Flokki fólksins, á Alþingi.

„Því miður er þetta kerfi meingallað og því meira sem við erum að reyna að hækka bætur og því meira sem við erum að reyna að bæta kerfið, því meira skrímsli verður það. Þar af leiðandi ættum við að einbeita okkur að því að endurskoða kerfið í heild sinni, einfalda það eins og hægt er. En á sama tíma styð ég það að allar þær kauphækkanir sem eru í lífskjarasamningunum fari til almannatryggingaþega líka en með þeim skilyrðum að ef við ætlum að hækka almannatryggingar samkvæmt þessum lífskjarasamningum, þá skili það sér nákvæmlega til þeirra en við notum ekki þessar brellur sem hafa verið búnar til til þess að skerða annars staðar í kerfinu eða hvað þá að skerða það keðjuverkandi út fyrir kerfið sem er ömurlegt og okkur til háborinnar skammar að við skulum vera með svoleiðis kerfi,“ sagði Guðmundur Ingi.


Tengdar fréttir sem þú gætir haft áhuga á að lesa: