- Advertisement -

Samsæriskenningar í Mogganum

DO: „Ekki er ósenni­legt að þetta skýrist af því að auðveld­ara yrði að ýta land­inu inn í Evr­ópu­sam­bandið ef hægt yrði að kné­setja sjáv­ar­út­veg­inn fyrst.“

Þingmenn Viðreisnar og Samfylkingar hika við að færa fyrirtækjunum sjálfum eftirlit með samkeppni. Sjálfstæðisflokknum er mjög í mun að svo verði. Og hefur eflaust tryggan stuðning fylgitunglanna, Vinstri grænna og Framsóknar, til lagabreytinganna. Andstaðan Viðreisnar og Samfylkingar fer í taugar ritstjórans í Hádegismóum. Hann spinnur sinn vef í leiðara dagsins.

„Það eru eng­ar ýkj­ur að hjört­un slái í takt í Sam­fylk­ingu og Viðreisn. Flokk­arn­ir hafa fyrst og fremst bar­ist fyr­ir einu máli, því að koma Íslandi inn í Evr­ópu­sam­bandið, en hef­ur sem bet­ur fer orðið lítið ágengt enda fáir aðrir lands­menn sem deila þess­um áhuga,“ skrifar ritstjórinn í forkafla þess sem á eftir kemur.

Það er svo sem rétt hjá ritstjóranum að kalla má flokkana tvo eins máls flokka rétt eins og Sjálfstæðisflokksins, eins manns flokk. Sumir vilja jafnvel meina að kalla megi ríkisstjórnina eins manns ríkisstjórn. Auðvitað er átt við Bjarna Benediktssonar. Íslandsráðherrann sjálfan. Aftur upp í Hádegismóa og til Viðreisnar og Samfylkingarinnar:

Ritstjórinn:
Aug­ljós er hann í allri umræðu um sjáv­ar­út­vegs­mál þar sem þess­ir flokk­ar standa þétt sam­an í því að reyna að veikja þessa mik­il­vægu und­ir­stöðuat­vinnu­grein þjóðar­inn­ar og sjást hvergi fyr­ir í þeirri bar­áttu.

„Lík­legt er að annað sem sam­ein­ar þessa flokka stafi af þessu sam­eig­in­lega áhuga­máli og má þar helst nefna fjand­skap þeirra í garð ís­lensks at­vinnu­lífs. Þeir gang­ast vita­skuld ekki við þess­um fjand­skap, en hann skín þó víða í gegn. Aug­ljós er hann í allri umræðu um sjáv­ar­út­vegs­mál þar sem þess­ir flokk­ar standa þétt sam­an í því að reyna að veikja þessa mik­il­vægu und­ir­stöðuat­vinnu­grein þjóðar­inn­ar og sjást hvergi fyr­ir í þeirri bar­áttu. Ekki er ósenni­legt að þetta skýrist af því að auðveld­ara yrði að ýta land­inu inn í Evr­ópu­sam­bandið ef hægt yrði að kné­setja sjáv­ar­út­veg­inn fyrst.“

Endurtökum þetta: „Ekki er ósenni­legt að þetta skýrist af því að auðveld­ara yrði að ýta land­inu inn í Evr­ópu­sam­bandið ef hægt yrði að kné­setja sjáv­ar­út­veg­inn fyrst.“

Má vera að ritstjórinn trúi þessu rugli í sjálfum sér. Óþarft er að hafa endalausar mætur á Viðreisn  og Samfylkingu. En að trúa að flokkarnir vilji knésetja sjávarútveginn er hugarleikfimi. Jafnvel þó þessir flokkir eigi í hlut.


Tengdar fréttir sem þú gætir haft áhuga á að lesa: