Samruni ríkisvalds og stórfyrirtækja, segir varamaður Bjarna fjármálaráðherra
Arnar Þór Jónsson, varaþingmaður Sjálfstæðisflokksins í kjördæmi Bjarna Benediktssonar skrifar grein í Mogga dagsins. Þar segir meðal annars:
Samruni ríkisvalds og stórfyrirtækja, sem nú þegar hefur sogað milljarða úr ríkissjóði, hefur vakið upp gráðugan óvætt og kallað stórkostlegan háska yfir lög okkar og rétt. Ritskoðun, áróður og valdstýring hefur náð því stigi að lýðræðislegt stjórnarfar og borgaralegt frelsi er í stórhættu. Til kollega minna í „lögfræðingasamfélaginu“ vil ég segja þetta: Það er betra að sjá sannleikann þótt hann sé svartur, en að lifa í blekkingu og þegja.
Og eins þetta:
Á bak við embættisvaldið og sérfræðingana standa skuggastjórnendur sem í krafti auðvalds og valdaásælni krefjast undirgefni og samræmdra aðgerða á alþjóðlegan og fordæmalausan mælikvarða.
Og svo þetta:
Alþingi hefur í reynd verið gert áhrifalaust og hendur þess bundnar á sviðum sem verulegu máli skipta.
Í greininni er af nógu öðru að taka.