- Advertisement -

Samningsleysi í 78 daga! SFS 14 – Sjómenn 2

Ég er nánast undantekningarlaust á öndverðum meiði við málflutning Heiðrúnar Lindar.

Skítfall enn eina ferðina í samningatækni 101, staðan er SFS 1 – Sjómenn 0 eða ef við tökum sérfræðingsstöðuna 14 -2 , það þarf ekki mikil geimvísindi til að átt sig á því að þetta getur ekki farið öðruvísi í þetta skipið frekar en öll hin skiptin.

Nokkrar staðreyndir (alls ekki tæmandi) áður en lengra er haldið (þá út frá þeim upplýsingum sem eru aðgengilegar):

Starfandi fiskimenn á Íslandi eru í kringum 2.500 – 3.000 sé miðað við þá sem greiddu atkvæði í síðustu samningum.
Undir heildarsamtökum sjómanna (SSÍ og ASÍ) eru 17 aðildarfélög, þar af 4 „hrein“ sjómannafélög.

Þú gætir haft áhuga á þessum

Stærstu félög utan heildarsamtaka eru amk 5, þá Sjómanna og Vélstjórafélag Grindavíkur, Sjómannafélag Íslands, Skipstjórnarfélagið, Vélstjóra og Málmtæknifélag Íslands (bein aðild að ASÍ) Verðandi auk fleiri smárra skipstjórnarfélaga sem ég veit ekki alveg nógu mikil deili á.

Þegar við tökum þetta saman þá er bakgrunnur forystu Sjómanna eftirfarandi (það má gjarnan senda mér athugasemdir til leiðréttingar):

22 = formenn
12 = (full stöðugildi) Starfandi formenn og aðrir stjórnarmenn í fullri vinnu eingöngu fyrir sjómenn (bakgrunnur, reynsla úr greininni).
2 = starfandi stöðugildi í blönduðu félögunum , ef við gefum okkur að hver formaður gefi sjómönnum 15% af tímanum sínum.
2 = starfandi sérfræðingar, ef við gefum okkur að aðgengi að sérfræðingum sé 15% með úthýsingu og aðgengi að sérfræðingum blönduðu félaganna.

Berum svo saman viðsemjendur okkar, Samtök Fyrirtækja í Sjávarútvegi (SFS).

Fjöldi aðildarfélaga er ekki gefinn upp en gefum okkur að fjöldi þeirra sé sá sami og Sjómanna = 22

1 – Formaður (bakgrunnur, framhaldsmenntun)
1 – Framkvæmdastjóri (bakgrunnur , lögfræðingur)
16 – Fjöldi stöðugilda sem skiptast með eftirfarandi hætti:
2 – Hagfræðingar
3 – lögfræðingar
1 – tölvunarfræðingur
2 – verk- og tæknifræðingar
2 – markaðs- og upplýsingasérfræðingar
4 – sérfræðingar
2 – óskilgreint

Sjómenn hafa verið samningslausir núna í 78 daga, síðast voru samningar lausir í 5 ár ef ég man rétt.

Ég hef beðið allt þetta ár sem aðili að þessum samningi eftir því að fá að taka þátt í myndun kröfugerðar fyrir komandi samninga, sú bið stendur enn yfir. Ég hef verið félagi í Sjómannafélagi Íslands sem er eitt af tveimur félögum sem stendur fyrir utan heildarsamtök sjómanna SSÍ (fyrir utan skipstjórnar- og vélstjórnarfélögin). Það félag stendur utan heildarsamtaka en ég hef ekki heyrt hóst né stunu um það hvaða kröfur eru settar þar fram en af biturri reynslu þá er ég nokk viss um að ekki sé breyting á því hvernig þær eru samsettar.
Ég tel að hag mínum sé samt sem áður betur varið undir heildarsamtökum sjómanna þá þrátt fyrir þessa kröfugerð og vinn að því núna.

Í einfeldni minni þá ætla ég að leyfa mér að halda það að menn viti bara ekki betur, þessir menn eru margir hverjir góðir og gildir menn en hafa þó þann ókost að geta ekki viðurkennt vanmátt sinn gagnvart viðsemjendum sínum og búið þannig um hnútana að kröfugerð sé miklu mun betur undirbúin og unnin af fagmönnum og sérfræðingum – og þá umfram allt stilla upp fagfólki í samningum á móti þessum viðsemjendum okkar.

Viðsemjendur okkar gera hins vegar allt saman eftir bókinni, undirbúa sig vel, treysta á vinnu sérfræðinga, dúndra fram ofurkröfum (á samningamáli opna hátt), hafa treyst einum leiðtoga fyrir sínum málflutningi og koma fram saman sem heild, amk útávið (þar innanborðs eru klárlega margir smá- og stórkóngar). Virkilega vel gert og ég hefði gert nákvæmlega það sama í þeirra sporum. Ég er nánast undantekningarlaust á öndverðum meiði við málflutning Heiðrúnar Lindar en þarna get ég ekki verið meira sammála henni (þá hvað varðar undirbúning, vinnu og framsetningu) og það verður ekki af henni tekið að hún hefur staðið sig í sínu starfi í skýlausu og fullu umboði aðildarfélaga sinna.

Ég persónulega veit ekki alveg hvernig kröfugerðin ætti að vera þar sem ég tel mig ekki hafa til þess nægar upplýsingar frá öllum sjómönnum en þó held ég að það sé nokkuð ljóst að fiskverð er stærsti hlutinn þar (ég byrjaði að skrifa um það fyrir rúmum 3 árum), hvernig útfærslan á að vera hef ég ekki hugmynd um (ég hef ekki til þess nægar rannsóknir eða uppl) þó væri ágætt að byrja á því að alur fiskur fari á markað. Og umfram allt setja þo þessar aumu kröfur fram þannig að þær eigi mögulega séns (aftur skortur á þekkingu í samningatækni).

Í afar stuttu máli þá ættu sjómenn sjálfir að fá að ráðstafa sínum hlut af aflanum og samninginn þarf að endurskrifa frá grunni til þess að eyða vafaatriðum því samningurinn ber keim af því að SFS hafi alltaf „opnað hátt“ og ekki fengi neina viðspyrnu á móti og því er hann gegnum gangandi alltaf túlkanlegur útgerð í hag (ég hefði gert það sama í sporum útgerðanna).

Kröfur sjómanna annars vegar og SFS hins vegar eru hér meðfylgjandi, það sér það hver heilvita maður að fram undan eru síður en svo einhverjar kjarabætur fyrir sjómenn – heldur þvert á móti og það þarf heldur betur að standa einhvern svakalegasta varnarleik sögunnar bara til þess eins að halda í helvítis hanskaparið og kókópuffs pakkann sem fékkst eftir 5 ára samningsleysi og ca 6 vikna verkfall!!

Umræða um hverja og eina af þessum kröfum er efni í nokkra aðra pistla.

Eru þið félagar mínir ekki alveg örugglega klárir í bátanna ??

Að þessu sögðu þá held ég að það sé fyrir langa langa löngu kominn tími til að menn taki prikið út úr rassgatinu á sér (taki það til sín sem eiga það ),sjái að sér og reyni að bjarga þessari samningslotu fyrir horn með því að stíga til hliðar og fá til þess alvöru þungavigtarfólk líkt og viðsemjendur okkar !

Gleðilegan sunnudag! Heiðveig María Einarsdóttir.

Sjá hér:


Auglýsing

Tengdar fréttir sem þú gætir haft áhuga á að lesa: