- Advertisement -

Samningslausar löggur í stórræðum

Helga Vala Helgadóttir skrifaði:

„Alls þurftu 11 lögreglumenn hjá lögreglunni á Suðurlandi og einn túlkur að fara í sóttkví vegna málsins.“ Oddur segir mikla samstöðu innan lögreglunnar, fólk sé að bjóðast að koma inn úr sumarfríi eða fresta því að fara í frí. „Almenna löggæslan leysist alveg en þetta er helmingurinn af rannsóknardeildinni og það hægir eitthvað aðeins á okkur. Þetta leysist samt allt með góðum samtakamætti.“

Af þessu tilefni minni ég á að lögreglumenn hafa verið án samninga í rúma 13 mánuði og ég sé engin merki þess að stjórnvöld séu að beita sér fyrir samningum við þessa mikilvægu stétt.

Þú gætir haft áhuga á þessum

Viðbót frá Sonju Þorbergsdóttur formanni BSRB:

„Hér eru 16 í sóttkví vegna starfa sinna, 16 einstaklingar sem þurfa að gera ráðstafanir til að smita ekki fjölskyldu sína né aðra með tilheyrandi raski á heimilishaldi og samskiptum við þau og aðra. Hvað fá þau í staðinn? Hefðbundin veikindalaun. En þau fá engar bætur fyrir vaktafrídaga sem þau missa vegna þessa. Eins og staðan er í dag er ekki gert ráð fyrir framlínuálagi eða neinum aukagreiðslum vegna aukins álags tengt faraldrinum til lögreglunnar. Til að toppa þetta hefur enginn innan lögreglunnar, fyrir utan lögreglustjóra, fengið launahækkun síðan í júní 2018 af því kjarasamningar hafa verið lausir í rúma 13 mánuði!“


Tengdar fréttir sem þú gætir haft áhuga á að lesa: