- Advertisement -

Sammála um ranglátt skattkerfi

Launa­fólki er oft refsað fyr­ir að bæta sinn hag.

Óli Björn Kárason, þingmaður Sjálfstæðisflokksins og sennilega fremsti stjórnmálamaður flokksins, skrifar að venju langa grein í Moggann í dag, sem aðra miðvikudaga. Hér eru valdir hluta úr grein Óla Björns:

„Ég er sam­mála þeim for­ystu­mönn­um verka­lýðshreyf­ing­ar­inn­ar sem halda því fram að tekju­skatt­s­kerfi ein­stak­linga sé rang­látt og að hvat­ar kerf­is­ins séu vit­laus­ir. Launa­fólki er oft refsað fyr­ir að bæta sinn hag. Við eig­um sam­leið í bar­átt­unni um að lækka skatta á venju­legt launa­fólk. Ég hef lagt fram ákveðnar til­lög­ur um kerf­is­breyt­ingu, en þær eru langt í frá að vera þær einu sem gætu verið skyn­sam­leg­ar.

En ég á hins veg­ar enga sam­leið með þeim sem telja nauðsyn­legt að láta kjara­bar­áttu snú­ast um að rýra kjör annarra. Hug­mynd­ir um margþrepa tekju­skatt með sér­stöku há­tekjuþrepi 55% (og jafn­vel hærra) er dæmi um hvernig höfð eru enda­skipti á hlut­un­um. Kjara­bar­átt­an sem miðar að því að jafna lífs­kjör niður á við leiðir okk­ur í efna­hags­leg­ar ógöng­ur. Mark­miðið á að vera að jafna upp á við – lyfta þeim upp sem lök­ust hafa kjör­in – létta und­ir með þeim og fjölga tæki­fær­un­um.“

Þú gætir haft áhuga á þessum

Og svo fá ríki og sveitarfélög væna sneið frá ÓBK:

„Verka­lýðshreyf­ing­in hef­ur með réttu ít­rekað nauðsyn þess að gengið sé hreint til verks við að leysa þann vanda sem glímt er við í hús­næðismál­um. Ríki og sveit­ar­fé­lög leika þar lyk­il­hlut­verk. Ríkið get­ur end­ur­hannað allt reglu­verkið þannig að raun­hæft sé að byggja ódýr­ar íbúðir. Sveit­ar­fé­lög­in geta lagt sitt af mörk­um með því að tryggja nægj­an­legt fram­boð af lóðum á verði sem er ekki ofviða venju­leg­um Íslend­ingi.

Hið op­in­bera má hins veg­ar ekki búa til fjár­hags­leg­ar þumal­skrúf­ur til að neyða launa­fólk til að „velja“ bú­setu­form í sam­ræmi við póli­tísk­an rétt­trúnað. Auðvitað vilja ekki all­ir eign­ast eigið hús­næði – sum­ir velja leigu. Með sama hætti og eng­inn hef­ur rétt til þess að neyða þann sem vill leigja til að ráðast í íbúðarkaup, má rík­is­valdið, verka­lýðshreyf­ing­in eða at­vinnu­rek­end­ur, aldrei taka sér það vald að beina ein­stak­ling­um og fjöl­skyld­um inn á leigu­markaðinn með fjár­hags­leg­um þving­un­um. Raun­veru­legt val­frelsi í hús­næðismál­um er eitt stærsta hags­muna­mál launa­fólks.“

Þegar sagt er hér að Óli Björn sé sennilega fremsti stjórnmálamaður Sjálfstæðisflokksins er átt við að hann skrifar skýrar um póitík en aðrir í hans flokki. Sama hvort fólk er sammála honum eða ekki, þá er trúr sjálfum sér.


Tengdar fréttir sem þú gætir haft áhuga á að lesa: