Þegar ég var þingfréttamaður, fyrir meira um þrjátíu árum, stytti ég mér stundum stundirnar þegar í þinginu voru langar og leiðinlegar umræður að skipta þingmönnum í þrjá ámóta stóra hópa.
Í fyrsta hópinn setti ég þá þingmenn sem mér fannst vera stjórnmálamenn með pólitískar hugsanir. Hverjar sem þær voru.
Í annan hópinn setti ég þá þingmenn sem voru sómakært fólk. Fólk sem hefði staðið sig vel eða ágætlega hvar sem það hefði verið við störf. Fólk sem brann ekki fyrir skoðanir sínar en skilaði sínu. Lásu vel og settu sig inn í þau mál sem voru í þinginu.
Í þriðja hópinn setti ég svo ónytjunga. Fólk sem var frekar í dagvistun á Alþingi en að það væri til nokkurs gagns. Fólk sem mætti illa, var mest á göngum þinghússins segjandi sömu sögurnar aftur og aftur.
Gott og vel. Nú sýnist mér að ekki dugi lengur að hafa hópana bara þrjá. Nú þarf nýjan hóp og hann skipa þá hagsmunagæslufólk. Fólk sem í raun er gert út til að vinna að hagsmunum þeirra sem í raun gera fólkið út.
Nú getur hver sem er stillt þingmönnum upp í þessa fjóra ámóta stóra hópa.
-sme