- Advertisement -

Samkeppni og valdatafl

Leiðara­höf­und­ur Morg­un­blaðsins kall­ar hana póli­tíska fiski­ferð og valdníðslu sem verði að hrinda og eig­andi Brims hf., eins stærsta sjáv­ar­út­vegs­fyr­ir­tæk­is lands­ins, neit­ar að gefa Sam­keppnis­eft­ir­lit­inu upp­lýs­ing­ar.

Oddný Harðardóttir.

Oddný Harðardóttir á grein í Mogga dagsins. Þar fjallar hún um tregðu Brims og Guðmundar Kristjánssonar við að gefa Samkeppniseftirlitinu umbeðnar upplýsingar um stjórnunar- og eignatengsl á milli fyrirtækja. Þar sem fáir eru áskrifendur Morgunblaðsins varð til þess að ágæt grein Oddnýjar er birt hér, óbreytt.

„Íslenskt viðskipta­líf er lítið og ein­angrað í sam­an­b­urði við alþjóðleg markaðssvæði. Hér á landi er því enn mik­il­væg­ara að hafa virkt eft­ir­lit með sam­keppni en í stærri lönd­um. Með veiku eft­ir­liti geta fyr­ir­tæki nýtt sér aðstæður til að skapa ein­ok­un­ar­stöðu sem vinn­ur gegn al­manna­hag. Stór fyr­ir­tæki á hinum litla ís­lenska markaði hafa mikla hags­muni af því að draga úr sam­keppni og þá ekki síst að draga úr eft­ir­liti með sam­keppn­is­regl­um. Fyr­ir al­menn­ing er það hins veg­ar gríðarlegt hags­muna­mál að hér sé heil­brigt sam­keppn­is­um­hverfi.

Hlut­verk Sam­keppnis­eft­ir­lits­ins er m.a. að fylgj­ast með þróun sam­keppn­is- og viðskipta­hátta, kanna stjórn­un­ar- og eigna­tengsl á milli fyr­ir­tækja, leita uppi hringa­mynd­un, óæski­leg tengsl eða valda­samþjöpp­un sem tak­mark­ar sam­keppni og grípa til aðgerða sem tryggja virka sam­keppni.

Valdatafl stend­ur yfir milli al­manna­hags­muna og sér­hags­muna­afla sem vilja gera Sam­keppnis­eft­ir­litið veikt og sér leiðit­amt. Mik­il­vægt er að niðurstaðan verði al­menn­ingi í hag.

Í októ­ber síðastliðnum kynnti Sam­keppnis­eft­ir­litið ákvörðun sína um að kort­leggja stjórn­un­ar- og eigna­tengsl sjáv­ar­út­vegs­fyr­ir­tækja. At­hug­un­in tek­ur til sjáv­ar­út­vegs­fyr­ir­tækja sem fengu út­hlutaðan kvóta á yf­ir­stand­andi fisk­veiðiári. Um 307 fyr­ir­tæki er að ræða, þar af fara 20 stærstu fyr­ir­tæk­in með nær 73% af þeirri út­hlut­un.

At­hug­un­in á að varpa ljósi á eign­ar­hald eins sjáv­ar­út­vegs­fyr­ir­tæk­is í öðrum sjáv­ar­út­vegs­fyr­ir­tækj­um, í öðrum fyr­ir­tækj­um án til­lits til þess á hvaða sviði þau starfa og áhrifa­vald í gegn­um beit­ingu at­kvæðis­rétt­ar og stjórn­ar­setu í þess­um fyr­ir­tækj­um.

Þó að ís­lensk sjáv­ar­út­vegs­fyr­ir­tæki starfi á alþjóðleg­um mörkuðum og um fisk­veiðistjórn­un séu sér­lög um há­marks­afla­hlut­deild þá er ómögu­legt að líta fram hjá því að markaðir inn­an­lands eru á ýms­um sviðum. Viðskipti með afla­heim­ild­ir, til­tekn­ar teg­und­ir veiða, vinnslu sjáv­ar­afla, fisk­markaði og út­flutn­ing afurða þar sem samþjöpp­un get­ur haft mik­il áhrif á efna­hags­líf og hag al­menn­ings. Auk þess eiga ís­lensk sjáv­ar­út­vegs­fyr­ir­tæki hluti í fjöl­breyttri flóru fyr­ir­tækja, s.s. í fram­leiðslu annarra mat­væla en sjáv­ar­af­urða, veit­ing­a­rekstri, bygg­ing­ariðnaði og tengdri starf­semi, trygg­ing­um, flutn­ing­um, ferðaþjón­ustu, ný­sköp­un af ýmsu tagi og fjöl­miðlun.

Yf­ir­sýn um stjórn­un­ar- og eigna­tengsl í ís­lensk­um sjáv­ar­út­vegi er aug­ljós­lega nauðsyn­leg ef koma á í veg fyr­ir blokka­mynd­un.

Ég fagna þess­ari at­hug­un Sam­keppnis­eft­ir­lits­ins. Það gera hins veg­ar gæslu­menn sér­hags­muna og ein­ok­un­ar­sinn­ar ekki. Leiðara­höf­und­ur Morg­un­blaðsins kall­ar hana póli­tíska fiski­ferð og valdníðslu sem verði að hrinda og eig­andi Brims hf., eins stærsta sjáv­ar­út­vegs­fyr­ir­tæk­is lands­ins, neit­ar að gefa Sam­keppnis­eft­ir­lit­inu upp­lýs­ing­ar.

Valdatafl stend­ur yfir milli al­manna­hags­muna og sér­hags­muna­afla sem vilja gera Sam­keppnis­eft­ir­litið veikt og sér leiðit­amt. Mik­il­vægt er að niðurstaðan verði al­menn­ingi í hag.“


Tengdar fréttir sem þú gætir haft áhuga á að lesa: