Stjórnmál

Samkeppni lækkar verð á flugi

By Miðjan

June 22, 2014

Neytendur „Við erum einfaldlega að fylgja stefnu okkar að bjóða alltaf lægstu fargjöldin til og frá Íslandi,“ segir Svanhvít Friðriksdóttir, upplýsingafulltrúi WOW air, í svari við fyrirspurn Túrista um hver ástæðan sé fyrir því að félagið bjóði lægri tilboðsverð í ár. Aðspurð um hvort það sé þá niðurstaða stjórnenda WOW air að fargjöldin hafi almennt lækkað á markaðnum segir hún samkeppnina vissulega vera harða, félagið fagni henni og haldi áfram að bjóða lægstu verðin.

Þetta kemur fram á turisti.is, en þar er fjallað um hversu miklu minna kostar að kaupa flug á afsláttarverði nú en í fyrra. EasyJet nær tvöfaldað framboð sitt á flugi til og frá Keflavík. Sem leiðir til þess að úrval af ódýrum farmiðum er töluvert hjá lággjaldaflugfélögunum sem hingað fljúga. Sjá nánar hér.