Fréttir

Sami kaupmáttur og árið 2005

By Sigrún Erna Geirsdóttir

September 30, 2014

VR hefur reiknað út kaupmátt félagsmanna sinna og niðurstaðan er sú, að hann er sá sami og hann var árið 2005, fyrir níu árum. „Upmáttarvísitala VR er reiknuð út frá gjaldi félagsmanna til VR. Þar sem félagsgjaldið reiknast af heildarlaunum nær vísitalan vel utan um allar breytingar á heildarlaunum félagsmanna. Upplýsingar um tekjuskatt, útsvar, persónuafslátt og gjald í framkvæmdasjóð aldraðra eru síðan notaðar til útreikninga á ráðstöfunartekjum. Ráðstöfunartekjur fyrir hvern mánuð eru settar á fast verðlag og árstíðarleiðréttar,“ segir meðal annars á vef VR