Fortíðin Arcticlax hf., fiskeldisfyrirtæki, þar sem meðal annars eru í stjórn Össur Skarphéðinsson alþingismaður, Gísli Örn Lárusson, forsrjóri Skandia á Íslandi, og Bergþór Konráðsson, forsrjóri Sindra-stáls, hefur haft á leigu fiskeldisstöð sem áður var í eigu Laxalóns. Nú er upplýst að eigendur fyrirtækisins veðsettu allan fisk í stöðinni tveimur aðiium, það er Framkvæmdasjóði fyrir allt að sex milljónum og Rekstrarlánasjóði landbúnaðarráðuneytisins fyrir fimm milljónir en áður var búið að veðsetja Íslandsbanka allan fisk í stöðinni. Nú er búið að selja fiskinn en aðeins fyrir brot af verðmæti veðsetninganna.
Til tryggingar á leigugreiðslum veðsetti Arcticlax allan fisk í stöðinni en áfallin leiga er rétt um 1,5 milijónir. Rekstrarlánasjóður landbúnaðarráðuneytisins lánaði Arcticlaxi fimm milljónir króna í rekstrarlán – tryggt í sama fiski og Framkvæmdasjóður hafði leiguna tryggða. Nú hefur komið í ljós að áður en Arcticlax veðsetti fiskinn var hann veðsettur Íslandsbanka þannig að seinni veðsetningarnar verða einskis virði. Þegar það var gert segja eigendur Arcticlax að hvorki þeir né Framkvæmdasjóður hafi vitað um að fiskurinn hafi áður verið veðsettur öðrum, það er frá tíð fyrri eigenda.
Laxinn hf. hefur nú keypt allan fisk í stöðinni fyrir eina milljón króna en fiskurinn er regnbogasilungur. Viðskiptamenn Arcticlax, það eru Framkvæmdasjóður og Rekstrarsjóður landbúnaðarráðuneytisins, fá ekkert gegn sínum tryggingum – þar sem Íslandsbanki fékk allt söluverðið, það er eina milljón.
Með Össuri, Gísla Erni og Bergþóri í stjórn Arcticlax eru tveir auðugir Svíar; B.G. Nilsson, formaður stjórnarinnar, og Peter Sidney Carlsson.
Össur Skarphéðinsson sagði í samtafi við DV að eigendur Arcticlax hafi ekki vitað um eldri veðsetninguna þegar beir gáfu Framkvæmdasjóði tryggingu í fiskinum en Arcticlax keypti fiskinn af þrotabúi Laxalóns. Auk þess sagði Óssur að allar áætlanir þeirra hefðu hrunið vegna þess að upp kom nýrnasjúkdómur í fiskinum sem varð til þess að hann var settur í dreifingarbann og þar með hefðu þeir ekki getað flutt fiskinn eins og til stóð. Össur sagði að þegar fiskurinn var veðsettur hefði verðmæti hans verið margfalt meira en sem nam veðsetningunum.
Bergþór Konráðsson sagðist reyndar undrandi á að ekki hefði fyrr orðið vart hvernig komið var. „Það er engin framtíð,“ sagði Bergþór Konráðsson þegar harm var spurður hver framtíð Arcticlax yrði.
Veðsetningin til Íslandsbanka, það er af hálfu fyrri eigenda, var gerð hjá sýslumanni Árnessýslu, þar sem fyrri eigendur átyu lögheimili, en seinni veðsetningar hjá sýslumanni Gullbringusýslu, þar sem Arcticlax á lögheimili.
(Fréttin birtist í DV fyrir 25 árum).