Hann slapp að sjálfsögðu við það með aðstoð fjármálaeftirlitsins. Þannig þurfti Þorsteinn Már ekki að borga 20 milljarða.
Katrín Baldursdóttir skrifar:
Þarf maður að vera ásakaður um alvarlega glæpi til að fá háar fjárhæðir úr ríkissjóði? Þorsteinn Már sækir nú um hlutabætur fyrir starfsfólk sitt, þrátt fyrir að Samherjasamstæðan sé metin á hundruð milljarða (eigið fé 111 milljarðar). Nú krefst Þorsteinn auk þess meira en 10 milljarða í bætur úr ríkissjóði vegna makrílkvóta, í samfélagi við nokkra aðra milljarðamæringa sem sjúga til sín arðinn af sjávarauðlindinni. Þá vill hann ekki borga okkur veiðigjöldin og ber fyrir sig veiruna. Og í ofanálag slapp hann við yfirtökuskyldu á Eimskipum en hann hafði áður aukið hlut sinn í félaginu um 30% og var þar með skyldaður til yfirtöku. En hann slapp að sjálfsögðu við það með aðstoð fjármálaeftirlitsins. Þannig þurfti Þorsteinn Már ekki að borga 20 milljarða.
„Þetta er einungis í þriðja sinn sem veitt er sérstök heimild af hálfu eftirlitsins fyrir því að félög sleppi undan yfirtökuskyldu og viðmælendur Kjarnans á fjármálamarkaði sögðu að mörgum fjárfestum þætti ákvörðun Fjármálaeftirlitsins ótrúleg. Einn komst þannig að orði að verið væri að sleppa Samherja af önglinum…“ segir í grein Kjarnans.
Sem sagt því meira sem þú stelur og sýgur til þín af arðinum af auðlindum íslensku þjóðarinnar, sem og fátækra erlendra þjóða, því meiri fyrirgreiðslu færðu úr ríkissjóði Íslands með hjálp stjórnvalda.