- Advertisement -

Samherji: VG og XD klár með sínar línur

Gunnar Smári skrifar:

Mér sýnist Sjálfstæðisflokkurinn vera búinn að taka þá línu, eftir þögn að leggja áherslu á að Samherjamálið sé í ferli hjá saksóknara og skattrannsóknarstjóra. Í þessu fellst að málið sé ekki pólitískt og eigi ekki erindi í pólitíska umræðu, heldur að það eigi einvörðungu að vera til meðferðar innan réttarkerfisins. Og að málið snúist ekki um sjávarútveginn eða kvótakerfið í heild heldur aðeins um Samherja.

Flokkurinn metur að hann geti ekki kveðið málið niður og vill því sveigja það frá pólitíkinni og treysta á að tök flokksins á dómskerfinu muni leiða til þess að málið leysist þar upp, eins og raunin hefur verið um ótal mál sem tengjast flokknum og þeim flokksmönnum sem Sjálfstæðisflokkurinn telur mikilvægt að vernda. Katrín Jakobsdóttir hefur gætt sín á að hennar yfirlýsingar séu einnig á þessari línu. Sömuleiðis Lilja Rafney Magnúsdóttir í Ríkissjónvarpinu í gærkvöld. VG klikkar ekki sem blaðafulltrúi xD.


Auglýsing

Tengdar fréttir sem þú gætir haft áhuga á að lesa: