Fréttir

Samherji, Ísland og grái listinn

By Miðjan

November 14, 2019

Smári McCarty var upphafsmaður þingumræðu um spillingu. Smári sagði á einum stað í ræðu sinni:

„Það verður að taka hart á ásýnd spillingar, ekki bara sannaðri spillingu. Um 60 lönd í heiminum veita alþjóðlegum stórfyrirtækjum leynd. Alþjóðlegur vinnuhópur um aðgerðir gegn peningaþvætti og fjármögnun hryðjuverka, FATF, er skásta tilraun alþjóðasamfélagsins til að sporna við þeirri hegðun. Frá vormánuðum 2018 hefur hópurinn beint til Íslands tilmælum um ágalla í lögum, regluverki og verklagi og skort á fjármunum til að berjast gegn peningaþvætti. Ísland var fyrir stuttu sett á gráan lista hópsins fyrir að hafa ekki brugðist nægilega vel við. Starfsemi Samherja í Afríku setur veru Íslands á þeim lista í nýtt og alvarlegra samhengi. Við vitum nú að Bank of New York Mellon stöðvaði millifærslu frá bankareikningi kýpversks félags tengdu Samherja stuttu áður en DNB NOR lokaði á viðskipti sama félags vegna hættu á peningaþvætti. Fjórum dögum síðar lokaði DNB NOR á félag Samherja á Marshall-eyjum. Á fimm árum sendi kýpverska félagið um 3 milljónir evra til félags í Rússlandi í gegnum aflandsþjónustuna Common World Trust Ltd. sem komið hefur við sögu í peningaþvættismálum. Það er ekki langt stökk að ætla að tengsl séu milli þessarar starfsemi og þess að Ísland sé nú á gráum lista.“