- Advertisement -

Samherjaspjótin beinast að Gunnari Braga

Eru Sam­herji og sjáv­ar­út­vegs­ráðuneytið eitt og hið sama?

„Af hverju var Sam­herji með í sín­um hönd­um drög að slík­um milli­ríkja­samn­ingi í sjáv­ar­út­vegi milli Íslands og Pól­lands, þar sem fyr­ir­tækið var þungt inni með út­gerðarrekst­ur og sölu sjáv­ar­af­urða? Fyr­ir­tækið hafði þetta skjal í hönd­um tveim­ur mánuðum áður en það var svo und­ir­ritað form­lega af Gunn­ari Braga Sveins­syni, þáver­andi sjáv­ar­út­vegs­ráðherra, fyr­ir hönd Íslands í júlí 2016.“

Gunnar Bragi, sem fór sællar minningar á leyndó fundinn í LÍÚ, verður að svara. En það er Inga Sæland sem skrifar þetta og birtir aldeilis fína gein í Mogga dagsins í dag.

Inga Sæland: „Er þetta ekki al­var­legt? Hér eru ís­lensk stjórn­völd að gera milli­ríkja­samn­ing og hann er í vinnslu í ráðuneyt­inu og Sam­herji er með papp­ír­ana und­ir hönd­um og veit hvað er í und­ir­bún­ingi. Er þetta ekki spill­ing? Hvernig stend­ur á því að Sam­herji, hugs­an­lega eitt ís­lenskra fyr­ir­tækja, var með þetta skjal meðan það var í vinnslu í ráðuneyt­inu? Eða tíðkast það bara í ís­lenskri stjórn­sýslu að inn­herj­ar í at­vinnu­líf­inu hafi aðgang að skjöl­um sem eru í vinnslu vegna samn­ings sem er á und­ir­bún­ings­stigi? Eru Sam­herji og sjáv­ar­út­vegs­ráðuneytið eitt og hið sama?“

Ég fæ ekki bet­ur séð en að Sam­herji hafi á þess­um tíma verið að nota þessi drög að sam­starfs­samn­ingi í sjáv­ar­út­vegi milli Íslands og Pól­lands til að reyna að koma á hliðstæðum samn­ingi milli Namib­íu og Pól­lands varðandi fiskirannsóknir.

Hvers vegna var Samherji með annað eins gagn og óundirrataðan viðskiptasamning Íslands og erlends ríkis? Kostaði þjónustan við Samherja eitthvað eða var hún ókeypis?

Inga spyr sjálfa sig: „Er málið þannig vaxið að þetta eigi ekki ein­ung­is við um mál sem verið er að vinna og varða milli­ríkja­samn­inga okk­ar, held­ur kannski líka mál í meðferð er varða reglu­gerðir og lög? Er það svo að til­tek­in fyr­ir­tæki, sem eiga kannski mik­illa fjár­hags­legra hags­muna að gæta, geti haft beina inn­sýn í milli­ríkja­samn­inga sem stjórn­völd eru að gera við er­lend ríki á sama tíma og aðrir fá ekki slík­ar upp­lýs­ing­ar, og sent þessi drög til hvers sem þeim hent­ar?“

Hún segir einnig: „Ég fæ ekki bet­ur séð en að Sam­herji hafi á þess­um tíma verið að nota þessi drög að sam­starfs­samn­ingi í sjáv­ar­út­vegi milli Íslands og Pól­lands til að reyna að koma á hliðstæðum samn­ingi milli Namib­íu og Pól­lands varðandi fiskirannsóknir. Til­gang­ur­inn með því hafi verið að skapa trú­verðug­leika og rétta ímynd kring­um veiðar á um­tals­verðum afla­heim­ild­um sem Pól­land hafði í lög­sögu Namib­íu, og Sam­herji hef­ur aug­ljós­lega tekið þátt í og jafn­vel séð um að nýta með veiðum. Háar greiðslur virðast hafa verið innt­ar af hendi í því sam­hengi.“

Hér er frétt Miðjunnar um fundinn í LÍÚ.


Auglýsing

Tengdar fréttir sem þú gætir haft áhuga á að lesa: