„Af hverju var Samherji með í sínum höndum drög að slíkum milliríkjasamningi í sjávarútvegi milli Íslands og Póllands, þar sem fyrirtækið var þungt inni með útgerðarrekstur og sölu sjávarafurða? Fyrirtækið hafði þetta skjal í höndum tveimur mánuðum áður en það var svo undirritað formlega af Gunnari Braga Sveinssyni, þáverandi sjávarútvegsráðherra, fyrir hönd Íslands í júlí 2016.“
Gunnar Bragi, sem fór sællar minningar á leyndó fundinn í LÍÚ, verður að svara. En það er Inga Sæland sem skrifar þetta og birtir aldeilis fína gein í Mogga dagsins í dag.
Inga Sæland: „Er þetta ekki alvarlegt? Hér eru íslensk stjórnvöld að gera milliríkjasamning og hann er í vinnslu í ráðuneytinu og Samherji er með pappírana undir höndum og veit hvað er í undirbúningi. Er þetta ekki spilling? Hvernig stendur á því að Samherji, hugsanlega eitt íslenskra fyrirtækja, var með þetta skjal meðan það var í vinnslu í ráðuneytinu? Eða tíðkast það bara í íslenskri stjórnsýslu að innherjar í atvinnulífinu hafi aðgang að skjölum sem eru í vinnslu vegna samnings sem er á undirbúningsstigi? Eru Samherji og sjávarútvegsráðuneytið eitt og hið sama?“
Hvers vegna var Samherji með annað eins gagn og óundirrataðan viðskiptasamning Íslands og erlends ríkis? Kostaði þjónustan við Samherja eitthvað eða var hún ókeypis?
Inga spyr sjálfa sig: „Er málið þannig vaxið að þetta eigi ekki einungis við um mál sem verið er að vinna og varða milliríkjasamninga okkar, heldur kannski líka mál í meðferð er varða reglugerðir og lög? Er það svo að tiltekin fyrirtæki, sem eiga kannski mikilla fjárhagslegra hagsmuna að gæta, geti haft beina innsýn í milliríkjasamninga sem stjórnvöld eru að gera við erlend ríki á sama tíma og aðrir fá ekki slíkar upplýsingar, og sent þessi drög til hvers sem þeim hentar?“
Hún segir einnig: „Ég fæ ekki betur séð en að Samherji hafi á þessum tíma verið að nota þessi drög að samstarfssamningi í sjávarútvegi milli Íslands og Póllands til að reyna að koma á hliðstæðum samningi milli Namibíu og Póllands varðandi fiskirannsóknir. Tilgangurinn með því hafi verið að skapa trúverðugleika og rétta ímynd kringum veiðar á umtalsverðum aflaheimildum sem Pólland hafði í lögsögu Namibíu, og Samherji hefur augljóslega tekið þátt í og jafnvel séð um að nýta með veiðum. Háar greiðslur virðast hafa verið inntar af hendi í því samhengi.“
Hér er frétt Miðjunnar um fundinn í LÍÚ.