Mogginn í dag:
Staksteinar:
Forráðamenn „RÚV“ hafa ekki svarað með trúverðugum hætti ásökunum um að þar hafi verið haft rangt við í stóra Namibíumálinu. Gunnar Rögnvaldsson skrifar:
Eftir næstum fullan áratug af aðdróttunum og Bad-Cop mafíulegum aðförum að starfsfólki og eigendum Samherja H/F, ásamt daglegri neikvæðni í garð íslensks sjávarútvegs almennt, er loksins komið að því að við fáum að sjá sýnishorn af sannleikanum um DDRÚV-samsteypuna og að því er virðist tengdra aðila á ríkisjötunni.
Loksins fáum við að sjá brotabrot af sannleikanum um DDRÚV-ríkisbubbabáknið sem gúffar í sig skattfé almennings og fyrirtækja í landinu, virðir fjárhagslegan aga að vettugi og er með heilt net af hugmyndafræðilega tengdum aðilum og að því er virðist ættarveldum innan- sem utanborðs sísoltinnar vinstrivambar þess, sem aldrei fær nóg.
Í þrjá áratugi hefur þetta skrímsli vinstrimanna hampað fyrst banka-, stofu- og útrásargeira Samfylkingarsamsteypunnar í 10 ár, síðan Evrópusambandsbilun sömu pólitísku samsteypu næstu 10 árin þar á eftir, og nú hin síðustu 10 árin ráðist gegn öllu því sem gerir það að verkum að Ísland geti áfram verið fullvalda og sjálfstætt þjóðríki okkar Íslendinga.“
Gunnar Bragi Sveinsson:
Mörgum er mikið niðri fyrir vegna myndbands Samherja hf. þar sem aðför Seðlabankans og mögulega Ríkisútvarpsins er sett í nýtt ljós. Þegar meintar mútugreiðslur fyrirtækisins í Namibíu komust í hámæli sagði ég að ég ætlaði ekki að fella dóma fyrr en málið væri rannsakað, mögulega ákært og dæmt í því. Sama ætla ég að gera varðandi Ríkisútvarpið og þátt fréttamanns þess í aðför Seðlabankans að fyrirtækinu sem bankinn varð á endanum að athlægi fyrir. Ég ætla ekki að dæma umræddan fréttamann fyrr en allt er komið fram. Ég leyfi mér hins vegar að glotta smá vegna kvörtunar hans yfir því að upptakan með honum sé „sundurklippt“.
Góður vinur minn sem unnið hefur á fjölmiðlum lengi sagði eitt sinn að blaðamenn (fréttamenn) ættu ekki að búa til fréttir heldur segja fréttir. Nú hef ég ekki hugmynd um hvort starfsmaður Ríkisútvarpsins var að búa til frétt eða ekki, það mun koma í ljós en það hefur vitanlega gerst að blaðamenn hafi búið til fréttir.