Jón Gunnarsson þingmaður skrifaði af framhald umfjöllunar Kveiks um Rammaáætlun:
„Ágætt er að rifja það upp að með lögum um Rammaáætlun vonuðust þingmenn til að koma á ferli sem gæti aukið á sátt um þennan mikilvæga málaflokk. Við sem þá sátum í iðnaðarnefnd 2013 þóttumst hafa náð miklum árangri með þverpólitískri samstöðu um niðurstöðuna. Stutta útgáfan er sú að síðan þá hefur þessi gríðarlega mikilvægi málaflokkur verið í kyrrstöðu, allt í skrúfunni eins og einhver mun orða það.
Nú er staðan sú að þau fyrirtæki, og þau eru fjölmörg, sem hingað leita og vilja standa fyrir nýsköpun í grænni atvinnu- og verðmætasköpun þjóðarinnar á grundvelli grænu orkuauðlinda okkar fá ekkert svar. Tækifærin fara framhjá okkur í hverjum mánuði og það á tímum sem þjóðin er í hvað mestri þörf fyrir fjárfestingar í verðmætasköpun. Það er kominn tími til að girða sig í brók og taka í alvöru þessi mál til endurskoðunar. Ég hef í nokkur ár varað við þeirri stöðu sem nú er að raungerast. En fólk, jafnvel í mínum flokki, hefur daufheyrst við varnaðarorðum mínum.“