- Advertisement -

Samherjamálið sýnir raunsanna mynd

…af siðblindunni sem gagntekur þar alla þátttakendur og lítilsvirðingunni sem þeir sýna lögum og rétti og lífskjörum og hagsmunum venjulegs fólks…

Jón Örn Marinósson skrifaði:

Sitjandi forstjóri Samherja og aðrir stjórnendur fyrirtækisins beita nú hefðbundnum varnarviðbrögðum eigenda og stjórnenda fyrirtækja sem borin eru þungum, rökstuddum sökum í fjölmiðlum um ólögmæta viðskiptahætti, mútugreiðslur og peningaþvætti. Trúi því hver sem vill sem stjórnendur Samherja fullyrða um „tilhæfulausar árásir“ á fyrirtækið.

Í mínum huga leikur ekki nokkur vafi á því að í frásögnum af viðskiptaháttum Samherja í Namibíu fengum við Íslendingar raunsanna mynd af undirheimum hins alþjóðlega kapítalisma, af siðblindunni sem gagntekur þar alla þátttakendur og lítilsvirðingunni sem þeir sýna lögum og rétti og lífskjörum og hagsmunum venjulegs fólks, jafnvel fólks sem býr við sára fátækt og ömurlegar aðstæður, fólks sem þætti það eflaust himnaríki á jörðu að fá að njóta afganganna af veitingum á fiskideginum mikla á Dalvík.

Þú gætir haft áhuga á þessum

Tengdar fréttir sem þú gætir haft áhuga á að lesa: