Sólveig Anna Jónsdóttir skrifaði:
Eitt af aðalsmerkjum nýfrjálshyggjunnar, þeirrar mannkynssögulegu lygi, er að tryggja að kapítalistar greiði ekki eðlilega til samfélagsins í gegnum skattkerfið. Með því er auðvitað verið að tryggja að þeir geti sankað sífellt meira og meira af gæðunum til sín og með því auðvitað meira og meira af völdunum, en þetta gerir það líka að verkum að þeir geta orðið eins og aðalsmenn fyrri alda; þeir fá endalaus tækifæri til að láta eitthvað rakna til góðgerðarstarfsemi og málefna sem að þeim eru hugleikinn eða málaflokka sem að þeir vita að skipta fólk máli í sinni daglegu tilveru, eins og það að geta stundað skemmtilega útivist, vegna þess að fjármagnið sem hið opinbera hefur yfir að ráða dugar ekki til að sinna þörfum fólks.
Þetta er svona win- win fyrirbæri; Þorsteinn þessi græddi persónulega 5,4 milljarða í fyrra, ríkir sem kóngur langefst í stigveldinu, með sinn ráðherra við völd í málaflokknum sem skiptir öllu máli, og fjármálaráðherra sem er ekkert ef ekki hagsmuna-gæslumaður íslenskrar auðstéttar og getur, líkt og kóngur, dólað út milljón hér og milljón þar, svo að fólk fyllist lotningu yfir gjafmildinni og ríku-manna-göfuglyndinu.
Þetta er ekkert smávegis kerfi, kæra fólk, sem við lifum inní.