- Advertisement -

Samherjamálið: Er það tilviljun…?

Samherji er með stjórnmálaelítuna og stjórnkerfið í vasanum.

Katrín Baldursdóttir skrifar:

Spilling á Íslandi er svo yfirgengileg að enn þá er ekki búið að handtaka Þorstein Má og aðra toppa hjá Samherja. Er það tilviljun að Kristján Þór Júlíusson sjávarútvegsráðherra hafi akkúrat rekið inn nefið hjá vini sínum Þorsteini Má þegar Namibíumennirnir voru staddir í heimsókn hjá honum. Kristján Þór heldur því fram. Segist bara hafa átt leið hjá!
Er það tilviljun að búið hafi verið svo um hnútana að veiðigjöldin eru nú í sögulegu lágmarki? Er það tilviljun að þegar Seðlabankinn hafði undir höndum fjölda gagna vegna gjaldeyrisglæpa Samherja þá hafi akkúrat komið í ljós að einhver hafði gleymt að skrifa undir lögin sem heimiluðu þetta inngrip Seðlabankans og málinu vísað frá þess vegna. Hver trúir því?
Er það einhver tilviljun að Eyþór Arnalds oddviti Sjálfstæðisflokksins í Borginni hafi fengið afskrifaða 325 milljónir hjá fyrirtæki sem tengist Samherja en Eyþór fullyrðir að séu heiðarleg viðskipti.
Ekkert af þessu er tilviljun heldur úthugsað. Samherji er með stjórnmálaelítuna og stjórnkerfið í vasanum. Hvað fá stjórnmálamenn og aðrir í staðinn? Að sjálfsögðu þarf að rannsaka þetta á Íslandi. Þetta er langt frá því að vera eðlilegt.

Þú gætir haft áhuga á þessum

Hver trúir því?


En Namibíumenn hafa brugðist við strax og nýjustu fregnir herma að bæði sjávarútvegs-og dómsmálaráðherra hafi sagt af sér. Íslenski sjávarútvegsráðherrann, Kristján Þór, hefur hins vegar ekki afrekað neitt annað en að hringja í vin sinn Þorstein Má til að spyrja hvernig honum líður.


Auglýsing

Tengdar fréttir sem þú gætir haft áhuga á að lesa: