- Advertisement -

Samherjamálið ekki á borði Kristjáns

„Ég vil taka það strax fram að fyrstu viðbrögð mín við hinu svokallaða Samherjamáli og Namibíuskjölunum þegar það kom upp, voru þau að gera kröfu um að forsvarsmenn fyrirtækisins stigju fram og gerðu hreint fyrir sínum dyrum. Það voru mín fyrstu viðbrögð og mér þykir það eðlilegt í ljósi þeirrar stærðar og mikilvægis sem þetta fyrirtæki hefur og hefur haft í íslenskri sjávarútvegssögu,“ sagði Kristján Þór Júlíusson þegar hann svaraði Þórhildi Sunnu Ævarsdóttir.

„Ég hef áhyggjur af því ef það er eitthvað óeðlilegt í gangi, með hvaða hætti fyrirtæki blanda sér í stjórnmálabaráttu einstakra stjórnmálaflokka, verkalýðsfélaga o.s.frv. Einstaklingum er þetta að sjálfsögðu fullkomlega heimilt hvar og hvenær sem þeir kjósa og vilja. En ef fyrirtæki taka með einbeittum hætti ákvörðun um að fara að beita sér með slíkum hætti er það að allra mati og flestra mati ekki ásættanlegt. Að því leyti til get ég tekið undir áhyggjur háttvirtur þingmanns af því að ef það er að verða lenska að fyrirtæki sem þykir að sér sótt fari að beita sér með þeim hætti sem þar um ræðir.“

Og síðan sagði ráðherra: „Að öðru leyti hefur þetta mál ekki borið inn á mitt borð. Eins og ég hef áður nefnt, m.a. á opnum fundi með háttvirrtum þingmanni haustið 2019, þekki ég að sjálfsögðu fullt af starfsfólki Samherja og hef ekkert nema gott eitt um það að segja og hef átt við það hin bestu samskipti alla tíð.“


Auglýsing

Tengdar fréttir sem þú gætir haft áhuga á að lesa: