Gunnar Smári skrifar:
Þarna má sjá að Samherji greiðir spilltum stjórnmálamönnum 55 m. kr. fyrir 5 þús. tonn af makrílkvóta við Namibíu. Það gera 11 þús. kr. á tonnið. Á sama tíma greiddi Samherji og önnur útgerðarfyrirtæki 496,5 m.kr. í veiðileyfagjald fyrir 157,5 þúsund tonn af makrílkvóta sem íslenska ríkið úthlutaði. Það gera 3.154 kr. á tonnið, eða tæplega 29% af því sem spilltu stjórnmálamennirnir í Namibíu fengu. Samt grenjuðu Samherjamenn og aðrir íslenskir útgerðarmenn yfir veiðileyfagjaldinu, fannst það alltof alltof hátt.
Það ætti að kalla Alþingi saman í nótt og hækka veiðileyfagjöldin fyrir fiskveiðiauðlindina úr 7 milljörðum króna (sem er það sem útgerðin vill ekki borga á Íslandi) upp í 25 milljarða króna (sem er það sem útgerðin vill borga í Afríku). Það getur ekki gengið að íslenskum almenningur sætti sig við að fá 18 milljörðum króna minna en útgerðin getur borgað öðrum.