- Advertisement -

Samfylkingin staulast á fætur

- Framsókn bætir við sig. Björt framtíð að hverfa og Viðreisn fer sömu leið, er nú rétt yfir lágmarksfylgi.

Sigurður Ingi Jóhannsson.
Framsóknarflokkurinn mælist nú með mesta fylgið síðan í apríl 2014.

Mestu fréttirnar úr nýrri skoðanakönnun MMR eru þær að Samfylkingin mælist nú með rúmlega ellefu prósenta fylgi, en leita þarf allt til loka árs 2015 til að finna meira fylgi við Samfylkinguna. Enn er langt í land hjá Samfylkingunni, en flokkurinn er sýnilega að braggast.

Annað er að segja af minni ríkisstjórnarflokkunum tveimur. Björt framtíð virðist sigla fulla ferð í strand. Í kosningunum í október í fyrra fékk Björt framtíð 7,9 prósent, en mælist nú með aðeins 2,9 prósent og er þar með minna fylgi en Flokkur fólksins, sem mælist nú með 3,6 prósent. Björt framtíð var spáð bráðum dauða skömmu fyrir kosningarnar, en lægst mældist fylgi Stjflokksins fyrir réttu ári, eða 2,9 prósent, það sama og nú.

Viðreisn siglir örugga siglingu. Flokkurinn fékk hálft ellefta prósent í kosningunum í október, og heldur nú helmingi þess, mælist með 5,2 prósent. Viðreisn hefur mælst með minna fylgi, eða 5,0 prósent.

Fylgi við aðra flokka breytist ekki mikið, nema kannski Framsókn sem mælist nú með 13,4 prósent, sem er það mesta sem flokkurinn hefur ekki mælst með frá því í apríl 2014.

Sjálfstæðisflokkur, með 24,9 prósent, Vinstri græn, með 20,6 prósent, og Pírata, með 13,7 prósent er svipað og áður.

-sme


Tengdar fréttir sem þú gætir haft áhuga á að lesa: