- Advertisement -

Samfylkingin sækir fylgi til Framsóknar og Pírata

Stjórnmál Gunnar Smári skrifaði á vef Samstöðvarinnar:

Samfylkingin mælist stærri en Sjálfstæðisflokkurinn í mars-könnun Gallup. Samanlagt fylgi ríkisstjórnarflokkanna hefur ekki mælst minna hjá Gallup frá kosningum. Ríkisstjórnarflokkarnir fengu þá 54,3% atkvæða en mælast nú með 39,3%. Frá því fylgi Samfylkingar fór að vaxa í sumar hafa Framsókn og Píratar misst mest fylgi.

Ef við stillum niðurstöðunum upp í þingmannafjölda þá er niðurstaðan þessi (innan sviga breyting frá núverandi þingheimi, eftir flokkaflakk):

Ríkisstjórn:
Sjálfstæðisflokkur: 15 þingmenn (-2)
Framsóknarflokkur: 6 þingmenn (-7)
Vg: 4 þingmenn (-4)
Ríkisstjórn alls: 25 þingmaður (-13)

Þú gætir haft áhuga á þessum

Hin svokallaða frjálslynda miðja:
Samfylkingin: 16 þingmenn (+10)
Píratar: 6 þingmenn (óbreytt)
Viðreisn: 6 þingmenn (+1)
Hin svokallaða frjálslynda miðja: 28 þingmenn (+11)

Ný-hægri andstaðan:
Miðflokkurinn: 4 þingmenn (+2)
Flokkur fólksins: 3 þingmenn (-3)
Ný-hægri andstaðan: 7 þingmenn (-1)

Stjórnarandstaða utan þings:
Sósíalistaflokkurinn: 3 þingmenn (+3)

Framsóknarflokkurinn hefur ekki mælst veikari á kjörtímabilinu, er aðeins með 9,9% í könnuninni. Píratar lækka mest milli mánaða.

Þessir tveir flokkar hafa tapað mestu frá í sumar, þegar fylgi Samfylkingarinnar tók að vaxa. Ef við skoðum fylgsibreytingarnar frá því í júlí þá eru þær þessar:

Þessir bæta við sig:
Samfylkingin: +11,4 prósentur
Miðflokkur: +1,9 prósentur

Þessi standa í stað:
Viðreisn: +0,5 prósentur
Sjálfstæðisflokkur: +0,2 prósentur
Sósíalistar: -0,2 prósentur
Flokkur fólksins: -1,0 prósentur

Þessir missa fylgi:
Vg: -1,5 prósentur
Píratar: -5,6 prósentur
Framsókn: -5,5 prósentur

Sókn Samfylkingarinnar er því fyrst og fremst tilfærsla á fylgi á miðjunni.


Tengdar fréttir sem þú gætir haft áhuga á að lesa: