Gunnar Smári skrifar:
Í mars í fyrra mældust Samfylkingin með 19,8% fylgi hjá MMR en mælist nú með 14,4%. Í mars í fyrra mældust Píratar með 13,2% en mælast nú með 14,4%. í mars í fyrra mældist Viðreisn með 7,9% en mælist nú með 9,5%. Samanlagt mældust þessir flokkar, sem vilja kenna sig við hina frjálslyndu miðju, sem mynda hina samstæðu stjórnarandstöðu á þingi og meirihlutann í Reykjavík með 40,9% hjá MMR en mælast nú með 38,3%. Hvað veldur því að a. stjórnarandstaða hinnar frjálslyndu miðju skilar ekki meiri árangri og b. að Samfylkingin er að missa forystuhlutverk sitt, er nú álíka stór og Píratar?