- Advertisement -

Samfylkingin minnkar enn – sósíalistar fengju þrjá þingmenn


Gunnar Smári skrifar:

Ný könnun Gallup sýnir litla sveiflu milli flokka. Nema hvað niðurtúr Samfylkingarinnar heldur áfram, flokkurinn mælist nú rétt undir 10%, með 9,9%. Þetta eru einu breytingarnar sem eru utan skekkjumarka. Innan þeirra virðist sem mest af tapi Samfylkingar fari yfir á Pírata.

Ef niðurstöður Gallup nú yrði úrslit kosninga yrði þingheimur svona (innan sviga er breyting frá núverandi þingmannafjölda, eftir flokkaflakk):

Ríkisstjórnin:

Þú gætir haft áhuga á þessum
  • Sjálfstæðisflokkurinn: 16 þingmenn (óbreytt)
  • VG: 10 þingmenn (+1)
  • Framsókn: 7 þingmenn (–1)


Ríkisstjórnin alls: 33 þingmenn (óbreytt)


Stjórnarandstaða I (hin svokallaða frjálslynda miðja):

  • Píratar: 9 þingmenn (+2)
    Viðreisn: 7 þingmenn (+3)
  • Samfylkingin: 7 þingmenn (-2)

Stjórnarandstaða I: 23 þingmaður (+3)


Stjórnarandstaða II (nýtt hægri)

  • Miðflokkurinn: 5 þingmenn (–4)
  • Flokkur fólksins: enginn þingmaður (–2)

Stjórnarandstaða II: 5 þingmenn (–6)


Stjórnarandstaða III, utan þings:

  • Sósíalistaflokkurinn: 3 þingmenn (+3)


Ríkisstjórnin heldur velli með minnihluta fylgi, 49,1%, þar sem atkvæði greidd flokki fólksins falla dauð. Stjórnin fengi 33 þingmenn en stjórnarandstaða Pírata, Viðreisnar, Samfylkingar, Miðflokks og Sósíalista 30 þingmenn samtals.

Helstu tíðindin í þessari könnun er fall Samfylkingar, flokks sem hefur rekið kosningabaráttu á því að sterk Samfylking sé forsenda þess að takist að fella ríkisstjórnina. Það sem hefur gerst frá áramótum, eftir flokksþing Samfylkingar og val á listum er að Samfylkingin hefur fallið saman en stjórnarflokkarnir VG og Framsókn náð vopnum sínum.

Þetta eru breytingarnar frá áramótum hjá Gallup:

  • VG: +3,0 prósentustig
  • Framsókn: +2,0 prósentustig
  • Sósíalistar: +1,6 prósentustig
  • Píratar: +1,0 prósentustig
  • Viðreisn: +0,9 prósentustig
  • Sjálfstæðisflokkur: +0,4 prósentustig
  • Flokkur fólksins: –0,1 prósentustig
  • Miðflokkurinn: –1,6 prósentustig
  • Samfylkingin: –7,1 prósentustig


Þetta er ömurleg staða fyrir Samfylkinguna mánuði fyrir upphaf snarprar kosningabaráttu sem ekki mun standa lengur en um sjö vikur eftir verslunarmannahelgi. Flokksmenn hljóta að vera velta fyrir sér að stokka upp framboðið, áherslur og forystu. Það er óviðunandi fyrir Samfylkinguna að vera 2 prósentustigum undir kjörfylgi eftir langa stjórnarandstöðu. Kannski ætti Samfylkingin að hringja í Ingu Sæland og leggja til kosningabandalag, helmingur af fylgi Flokks fólksins í þessari könnun myndi lyfta Samfylkingunni upp í kjörfylgið frá 2017.

Sósíalistar geta vel við unað. Þeir eru sá flokkur sem hefur dregið til sín mest fylgi á kjörtímabilinu, en svona er fylgissveiflan frá kosningum 2017:

  • Sósíalistaflokkurinn: +5,4 prósentustig
  • Viðreisn: +4,2 prósentustig
  • Píratar: +3,7 prósentustig
  • Framsókn: –0,4 prósentustig
  • Sjálfstæðisflokkur: –1,1 prósentustig
  • VG: –2,2 prósentustig
  • Samfylkingin: –2,2 prósentustig
  • Flokkur fólksins: –2,7 prósentustig
  • Miðflokkurinn: –3,4 prósentustig


Fyrir utan Sósíalistar nær Viðreisn og Píratar að lokka til sín fylgi, flokkar sem urðu til eftir Hrun. Stjórnarflokkarnir halda furðulega vel sínu, sérstaklega í ljósi þess hversu mikið ríkisstjórnin þjónar ríkasta fólkinu í landinu. En nýju flokkarnir sem komu inn síðast, Miðflokkur og Flokkur fólksins, tapa auk Samfylkingar. Fylgið sem leitaði þangað síðast í von um breytingar er komið yfir á Sósíalista, Viðreisn og Pírata.


Auglýsing

Tengdar fréttir sem þú gætir haft áhuga á að lesa: