- Advertisement -

Samfylkingin með allt í skrúfunni

Varla getur Samfylkingarfólk glaðst yfir hvernig flokkurinn leggur af stað í kosningabaráttuna. Flokkurinn virðist vera með allt í skrúfunni. Staðan framboða í Reykjavík er með eindæmum erfið.

Hvernig sem raðað verður á framboðslistana í Reykjavík opnast sár. Þegar hafa vandræði þegar spakast. Jóhanna Vigdís Guðmundsdóttir, varaþingmaður, hefur sagt sig úr flokknum. Vegna þess hvernig raðað er á listanna.

Ágúst Ólafur Ágústsson hefur ekki sagt sig úr flokknum. Hann verður varla drjúgur liðsmaður eftir það sem á undan hefur gengið.

Þegar fylgi flokksins tók að aukast var ákveðið að fara gegn því fólki sem hefur kannski átt drjúgan þátt í fylgisaukningunni. Ekki verður séð að Jóhanna Vigdís sé síðra þingmannsefni en það nýja fólk sem er tekið fram yfir hana.

Þú gætir haft áhuga á þessum

Upphaf kosningabaráttunnar er merkileg. Loga Einarssonar bíður að vinna að friði og sáttum. Tími hans hefði jafnvel verið betur varið í að sækja að andstæðingunum eða byggja upp eigin flokk. Eða hvað?

-sme


Tengdar fréttir sem þú gætir haft áhuga á að lesa: