- Advertisement -

Samfylkingin líka

Nýjustu tölur um sérgreislur til þingmanna eru sláandi. Rétt einsog áður. T.d. kemur fram að forsætisráðherra, með sínar tvær milljónir í mánaðarlaun, hafði fyrir því að rukka þingið um fimmþúsund kall. Aumara verður það varla.

Svo er annað. Tveir af nýju þingmönnum Samfylkingarinnar, Helga Vala og Guðmundur Andri, sóttu um styrk til Alþingis, og fengu,til að kaupa sér farsíma. Hversu lágt er hægt að leggjast. Ofan í alla umræðuna um sjálfsskömmtunina skuli þau ekki sýna minnsta sóma og borga símana sína sjálf.

Jepplingur Ása Friðriks kólnar ekki frekar en fyrri daginn. Hann halar enn inn stórpeninga á bílskömmina. Einsog ekkert hafi gerst.

Mogginn hefur lagt af stað í herleiðangur gegn Pírötum vegna þess hvernig þeir hafa séð til við fáum nú að vita hvernig aðallinn hagar sér. Fyrsta skotmarkið er Björn Leví og svo Þórhildur Sunna. Nokkir tindátar fylgja herútkallinu, þar sem Brynjar Níelsson fer eðlilega fremstur.

Björn Leví er sakaður um að fara illa með opinbert fé. Vandræðalegra verður það ekki. Reynt er að gera Þórhildi Sunnu ómarktæka með óskiljanlegu rugli. Sem betur eru þau fólk til að standa þetta af sér.

Við öllu er að búast af sumu fólki. Þegar annað fólk fellur sjálfsviljugt í sama forarpyttinn verða vonbrigði meiri, mun meiri.

-sme

 

 


Tengdar fréttir sem þú gætir haft áhuga á að lesa: