Samfylkingin hefur tekið krappa hægri beygju. Góða ferð, kunna margir að segja. Eina embætti Samfylkingarinnar er í Ráðhúsinu. Dagur er borgarstjóri. Þá er allt upp talið. Punktur og basta. En stóllinn kostar sitt. Aldeilis.
Þórdís Lóa Þórhallsdóttir Viðreisn tryggði Degi stól borgarstjóra. En stóllinn kostaði sitt. Viðreisn er grimmur hægri flokkur og þangað er förinni heitið. Góða ferð kunna margir að segja. Góða ferð.
Þingflokkur Samfylkingarinnar er í klandri. Þar eru ekki allir til í allt til að Dagur verði áfram borgarstjóri. Dagur spilar á veikleika Loga formanns Einarsson. Sá setur víst seint hnefann í borðið. Engin afstýrir krappri hægri beygiu. Góða ferð.
Það er nokkuð sérstakt að sjá flokk sem á rætur meðal verkafólks berja á þeim lægst launuðu. Allt til að Dagur fái áfram að sitja í borgarstjórastólnum. Að gefa allt eftir, prinsipp, heiður, staðfestu og hvað eina fyrir einn stól er vondur samningur. Förinni er heitið til hægri. Langt til hægri. Góða ferð.
-sme