Samfylkingin höfðar ekki til verkafólks
Gunnar Smári skrifar:
Ég ræddi aðeins stjórnmálaflokka og stéttir í Harmageddon í morgun, tók m.a. dæmi af því að Samfylkingin væri í dag fyrst og fremst flokkur sérfræðinga og hinna skapandi stétta. Hér er súlurit úr tölum úr kosningarannsóknum eftir síðustu kosningar. Bláu súlurnar sýna hlutfall stéttanna í könnuninni allri og þær rauðu hlut stéttanna meðal kjósenda Samfylkingar. Með samanburðinum þá getið þið séð til hvaða stétta Samfylkingin nær sérstaklega og hverra hún nær illa til.
Í takt við það sem ég sagði þá nær Samfylkingin sérstaklega vel til sérfræðinga, aðeins betur en í meðallagi til sérmenntaðs fólks, í meðallagi til stjórnenda, skrifstofufólks og fólks í þjónustu- og afgreiðslustörfum en einkar illa til iðnaðarmanna og vélagfólks og afleitlega til sjómanna, bænda og almenns verkafólks.