Höfundur: Gunnar Smári.
Samfylkingin heldur áfram að rísa í könnunum Gallup, myndi í dag fá 20 þingmenn og fimm fleiri en Sjálfstæðisflokkurinn. Vg virðust vera að hrynja, fylgið fellur og fellur og er komið niður í 5,7%. Framsókn er nú fallið niður í það sem var áður en fylgið reis skyndilega í sögufrægri kosningabaráttu „Er ekki bara best að kjósa Framsókn“. Gallup segir að níu flokkar fái þingmenn, allir þingflokkarnir og auk þess Sósíalistar.
Fylgi flokkanna er þetta (innan sviga er breyting frá kosningunum 2021):
Ríkisstjórn:Sjálfstæðisflokkur: 20,8% (-3,6 prósentur)Framsóknarflokkur: 10,2% (-7,1 prósentur)Vg: 5,7% (-6,9 prósentur)Ríkisstjórn alls: 36,7% (-17,6 prósentur)
Hin svokallaða frjálslynda miðja:Samfylkingin: 28,4% (+18,5 prósentur)Píratar: 10,1% (1,5 prósentur)Viðreisn: 7,6% (-0,7 prósentur)Hin svokallaða frjálslynda miðja: 46,1% (+19,3 prósentur)
Ný-hægri andstaðan:Miðflokkurinn: 6,9% (+1,5 prósentur)Flokkur fólksins: 5,5% (-3,3 prósentur)Ný-hægri andstaðan: 12,4% (-1,8 prósentur)
Stjórnarandstaða utan þings:Sósíalistaflokkurinn: 4,9 þingmenn (+0,8 prósentur)
Samfylkingin er eini flokkurinn sem bætir einhverju við sig að ráði. Miðflokkur, Píratar og Sósíalistar eru þó í plús. Framsókn og Vg tapa miklu, Sjálfstæðisflokkur og Flokkur fólksins nokkru og Viðreisn eilitlu.
Þingheimur
Gallup og fréttastofa Ríkissjónvarpsins skiptu þingmönnunum svona (innan sviga er breyting frá núverandi þingheimi):
Ríkisstjórn:Sjálfstæðisflokkur: 15 þingmenn (-2)Framsóknarflokkur: 6 þingmenn (-7)Vg: 3 þingmenn (-5)Ríkisstjórn alls: 24 þingmaður (-14)
Hin svokallaða frjálslynda miðja:Samfylkingin: 20 þingmenn (+14)Píratar: 6 þingmenn (óbreytt)Viðreisn: 4 þingmenn (-1)Hin svokallaða frjálslynda miðja: 30 þingmenn (+13)
Ný-hægri andstaðan:Miðflokkurinn: 4 þingmenn (+2)Flokkur fólksins: 3 þingmenn (-3)Ný-hægri andstaðan: 7 þingmenn (-1)
Stjórnarandstaða utan þings:Sósíalistaflokkurinn: 2 þingmenn (+2)
Núverandi ríkisstjórn (2017-23) er kolsprungin, vantar átta þingmenn upp á meirihluta. Nýliðnar ríkisstjórnir hafa heldur ekki meirihluta. Ríkisstjórn Sjálfstæðisflokks, Viðreisnar og Bjartrar framtíðar (2017) er aðeins með 19 þingmenn, vantar þrettán. Ríkisstjórn Sjálfstæðisflokks og Framsóknar (2013-16) er með 21 þingmann og vantar ellefu. Þótt við bættum við Miðflokki Sigmundar Davíðs, sem leiddi þessa ríkisstjórn, dugar það aðeins fyrir 25 þingmönnum og sjö vantar. Ríkisstjórn Samfylkingar og Vg (2009-13) er með 23 þingmenn, vantar níu upp á meirihluta. Ríkisstjórn Samfylkingar og Sjálfstæðisflokksins (2007-09) er hins vegar með 35 þingmenn og góðan meirihluta.
Núverandi meirihluti í Reykjavík (Samfylking, Framsókn, Píratar og Viðreisn) er með 36 þingmenn og góðan meirihluta, gæti haldið naumum meirihluta þótt Viðreisn yrði skilin eftir.
Ris Samfylkingar
Samfylkingin hefur risið eins og stýrivextir Seðlabankans, nánast í hverri mælingu frá kosningum en með mjög vaxandi hraða frá síðasta sumri. Í júlí var fylgið 13,7% en mælist nú 28,4%, hefur meira en tvöfaldast á tíu mánuðum. Fylgið nú er hærra en það hefur verið síðan í maí 2009, þegar fylgið mældist líka 28,4%, hafði þá fallið úr 31,9% frá kosningunum í apríl það ár.
Myndin er af vef Gallup og þar vantar síðustu mælingu, en rauða línan sýnir stöðuna í dag. Frá 2004 fór fylgi Samfylkingarinn hæst í 34,7% í febrúar 2008, þegar flokkurinn var í ríkisstjórn með Sjálfstæðisflokki og fjármálakerfið var á fullu við að grafa undan íslenskum efnahag.
Fall Vg
Þarna sýnir rauða línan núverandi stöðu Vg. Flokkurinn hefur aldrei mælst veikari. Næst veikustu mælingarnar eru þær sem komu á undan og þar áður. Flokkurinn er fallinn í gegnum gólfið og er enn að falla.
Vg hefur tvisvar risið svipað og Samfylking hefur gert undanfarið. í júlí 2007 var fylgið 13,1% en var komið í 32,2% í nóvember 2008, hafði 2,5 faldast á sextán mánuðum. Og frá október 2016 reis fylgið frá 13,5% í 24,5% í mars 2017, á aðeins fimm mánuðum. Örstuttu fyrir kosningar 2017 mældist fylgi VG 25,4% en uppskeran í kosningunum varð 16,9%.
Eftir þær kosningar myndaði Katrín Jakobsdóttir ríkisstjórn með Sjálfstæðisflokki og Framsókn. Fylgið í dag er 1/3 af kjörfylginu þá, minna en 1/4 af því sem mældist í könnunum stuttu fyrir kjördag.
Ris & fall Framsóknar
Framsókn mælist sjónarmun hærra hjá Galup nú en í apríl. Rauða línan sýnir fylgið nú, 10,2%. Eins og þið sjáið hefur Framsókn séð það svartara. Fylgið fór neðst í 6,7% í september 2020. Fylgið rauk hins vegar upp í aðdraganda síðustu kosninga, úr 9,7% í ágúst 2021 í 17,3% í kosningunum í september og síðan upp í 18,0% í mars 2022. Síðan hefur fylgið fallið hratt, en virðist hafa fundið botn nálægt 10%.
Hraðasti vöxtur Framsóknar var í aðdraganda kosninganna 2013. Í október 2012 mældist fylgið 12,1% en rauk upp í 29,6% stuttu fyrir kosningarnar í apríl 2013, 2,5 faldaðist á hálfu ári.
Hversu hátt fóru Píratar?
Magnaðasta risið í skoðanakönnunum eiga Píratar sem mældust með 8,1% í nóvember 2014 en voru komnir í 34,1% í maí 2015. Þetta er meira en fjórföldun á aðeins hálfu ári. Fylgi Pírata fór hæðst í 36,1%. Það hélst yfir 30% frá apríl 2015 fram í apríl 2016. Þá voru Panamaskjölin afhjúpuð og í kjölfarið fór fylgi Pírata að dala. Uppskeran í kosningunum um haustið varð 14,5%.
Fylgi Pírata í dag er 10,1% sem er við neðri mörk þess sem það hefur verið frá risin mikla 2015-16. Píratar hafa misst nokkuð fylgi frá því að Samfylkingin fór að rísa, hafa fallið úr 16,1% í júní í sumar niður í 10,1% nú.
Viðreisn getur ekki risið
Vöxtur Samfylkingarinnar virðust líka girða fyrir bata hjá Viðreisn, sem mælist við neðri mörk á þessu kjörtímabili. Viðreisn hefur farið neðar, mældist aðeins með 3,6% við endalok veru sinnar í ríkisstjórn Bjarna Benediktssonar. Flokkurinn rétt náði að bjarga sér frá dauða í kosningunum eftir þá ríkisstjórn, öfugt við Bjarta framtíð sem hvarf.
Viðreisn á líka ris, mældist með 2,7% í fyrstu könnunum í apríl 2016 en fór upp í 13,4% stuttu fyrir kosningarnar um haustið, uppskar 10,5%.