- Advertisement -

Samfélagið Ísland er vanfjármagnað

Sigurjón Magnús:

Við verðum að sækja peninga þangað sem mikið er til af þeim. Hætta að mergsjúga þau sem minnst hafa og minnst eiga og byrja á hinum endanum.

Leiðari Okkur vantar peninga nánast um allt. Stórsér á heilbrigðiskerfinu, skólum, samgöngum svo eitthvað sé nefnt. Helsta undantekningin er Alþingi og ráðuneytin. Ísland verður bersýnilega að auka tekjur sínar. Það er ekki gert nema með hækkun gjalda og skatta. Þannig er nú það.

En hvert á að sækja peningana. Búið er að mergsjúga eldri borgara og öryrkja. Þangað er ekki meira að sækja. Þá verður að leita annað. En hvert?

Þessi ríkisstjórn nánast afnam bankaskattinn. Með því fororði að það myndi skila sér til fólks og fyrirtækja. Sem það gerði ekki. Allir vissu að svo færi. Líka ráðherrar Íslands. Ríkisstjórnin nauðhemlar þegar talað er um að auka tekjur af veiðiheimildum. Þrátt fyrir að stórútgerðin græði meira, ár frá ári. Svo ekki sé minnst á fiskeldið. Þar gefum við að sama og Norðmenn rukka vel fyrir.

Þú gætir haft áhuga á þessum

Svo verður að skattleggja fjármagnstekjur eins og aðrar tekjur.

Okkur stórvantar peninga. Innviðirnir eru allt að því hrynja. Hver á eftir öðrum. Líf fólks er í hættu. Í heilbrigðiskerfinu svo ekki sé talað um handónýta þjóðvegi. Því miður er hægt að rekja banaslys til ástands vegakerfisins.

Við verðum að sækja peninga þangað sem mikið er til af þeim. Hætta að mergsjúga þau sem minnst hafa og minnst eiga og byrja á hinum endanum. Við verðum að snúa við blaðinu. Líf eru í veði.


Auglýsing

Tengdar fréttir sem þú gætir haft áhuga á að lesa: