Úlfar Hauksson skrifaði:
„Jæja kæru landar. Íslenskt samfélag er stórskaddað af græðgi og spillingu. Við lærðum ekkert af Hruninu. Sömu lævísu öfl vaða hér uppi og sópa til sín auði á kostnað almennings. Stjórnvöld eru spillt. Fjármálakerfið spillt og gráðugt. Atvinnulífið meira og minna í höndum örfárra aðila. Þessir rotnu þræðir fléttast svo saman og stuðla að enn meiri spillingu, enn meiri græðgi og samþjöppun á völdum, eignum og fjármagni. Soragrautur sem ógnar lýðfrelsi almennings. Hér er þörf á kerfisbreytingu og samfélagssáttmála um önnur og betri viðmið og gildi. Íslenskt samfélag er sem stendur óheilbrigt og helsjúkt…“