- Advertisement -

Sameining til vinstri?

Forráðafólk vinstri flokkanna tala um að tími sé kominn til að athuga hvort flokkarnir, Sósíalistar, Pírata og Vinstri græn, geti sameinast. Steingrímur J. talar ákveðið um þessar hugmyndir í samtali við mbl.is.

Í þættinum Synir Egils á Samstöðinni í gær, sagði Gunnar Smári að réttast sé að forsvarsfólk flokkanna tali saman. Úrslit kosninganna hafi verið með þeim hætti að fólk flokkanna verði að tala saman.

Sem fyrr segir var Steingrímur J. í Moggaviðtalil:

„Úrslit­in eru högg og þyngra en bú­ast mátti við. En eins og nú er komið er ekk­ert annað að gera í stöðunni en bretta upp erm­ar og halda áfram. Vissu­lega verður hand­legg­ur að vinna úr þessu,“ seg­ir Stein­grím­ur J. Sig­fús­son, fyrr­ver­andi alþing­ismaður og formaður VG fyrstu 14 árin í sögu flokks­ins. „Ég hef enga trú á öðru en að starf VG haldi áfram. Áfram eru til staðar mik­il­væg mál­efni sem voru kjarn­inn í stefnu flokks­ins og þeim þarf að berj­ast fyr­ir,“ seg­ir Stein­grím­ur.

Nú er að sjá hvað verður.


Auglýsing

Tengdar fréttir sem þú gætir haft áhuga á að lesa: