Fréttir

Sameinast um hatur og fyrirlitingu

By Miðjan

August 13, 2023

Atli Þór Fanndal skrifar:

Samstöðin á skilið þakkir fyrir að sjá í gegnum þetta djöfuls bull í kringum eld Isidór sem kallar sig samtökin 22. Þetta er hópur sem sameinast um hatur og fyrirlitingu á trans systkinum okkar. Þetta eru ekkert annað en samtök um hatur. Þau tala aldrei máli homma og lesbía heldur einbeita sér að því að draga tilverurétti trans fólks í efa. Við hinsegin fólk verðum öll að standa saman enda snýst þetta auðvitað ekkert um transfólk heldur er þetta tilraun til að rjúfa samstöðu okkar. Taktikin er einföld fyrst ætla þau að einangra transfólk og svo koma eftir okkur hinum. Í stuttu máli eru s22 og fylgjendur þeirra ógeðslegt pakk sem sveipar hatur sitt falsi og innfluttri orðræðu. Við svörum einfaldlega með því að standa þéttar bakvið okkar fólk.

Hér er hægt að lesa grein Samstöðvarinnar.