Helga Vala Helgadóttir bendir á, þegar þú hún setur ofan í við Bjarna Benediktsson í grein i Mogganum, að fall krónunnar hafi nánast byrjað við myndun núverandi ríkisstjórnar. Og sama eigi við um verðbólguna, sem sprengdi nánast á sama tíma verðbólgumarkmiðin.
Helga Vala skrifaði: „Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra hefur látið hafa eftir sér að gagnrýni á ríkisrekstur ríkisstjórnarinnar sé bara byggð á misskilningi. En Bjarni dró í land með misskilningsbrigslin þegar m.a. fulltrúar Öryrkjabandalags Íslands og Þroskahjálpar höfðu brugðist við nýjustu vendingum hjá ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur er fjárveiting til öryrkja hafði dregist saman um 1.100 milljónir króna frá því sem áður hafði verið lofað. Dró Bjarni þá í land og fór að tala um að gagnrýnendur á fjármálastefnu ríkisstjórnar væru að tala gjaldmiðil niður og verðbólgu upp!
Bíðum nú við. Gjaldmiðillinn okkar hefur því miður verið í frjálsu falli allt frá því ríkisstjórnin tók við og hefur verðbólgan sömuleiðis stigið. Þetta hefur ekkert með umræðu um fjárlög að gera heldur tókst íslensku krónunni þetta alveg af sjálfsdáðum, eins og svo oft áður á kostnað almennings.“