- Advertisement -

Saman fara fall ríkisstjórnar og krónu

Helga Vala: „Dró Bjarni þá í land og fór að tala um að gagn­rýn­end­ur á fjár­mála­stefnu rík­is­stjórn­ar væru að tala gjald­miðil niður og verðbólgu upp!“ Mynd: Samfylkingin.

Helga Vala Helgadóttir bendir á, þegar þú hún setur ofan í við Bjarna Benediktsson í grein i Mogganum, að fall krónunnar hafi nánast byrjað við myndun núverandi ríkisstjórnar. Og sama eigi við um verðbólguna, sem sprengdi nánast á sama tíma verðbólgumarkmiðin.

Helga Vala skrifaði: „Bjarni Bene­dikts­son fjár­málaráðherra hef­ur látið hafa eft­ir sér að gagn­rýni á rík­is­rekst­ur rík­is­stjórn­ar­inn­ar sé bara byggð á mis­skiln­ingi. En Bjarni dró í land með mis­skiln­ings­brigsl­in þegar m.a. full­trú­ar Öryrkja­banda­lags Íslands og Þroska­hjálp­ar höfðu brugðist við nýj­ustu vend­ing­um hjá rík­is­stjórn Katrín­ar Jak­obs­dótt­ur er fjár­veit­ing til ör­yrkja hafði dreg­ist sam­an um 1.100 millj­ón­ir króna frá því sem áður hafði verið lofað. Dró Bjarni þá í land og fór að tala um að gagn­rýn­end­ur á fjár­mála­stefnu rík­is­stjórn­ar væru að tala gjald­miðil niður og verðbólgu upp!

Bíðum nú við. Gjald­miðill­inn okk­ar hef­ur því miður verið í frjálsu falli allt frá því rík­is­stjórn­in tók við og hef­ur verðbólg­an sömu­leiðis stigið. Þetta hef­ur ekk­ert með umræðu um fjár­lög að gera held­ur tókst ís­lensku krón­unni þetta al­veg af sjálfs­dáðum, eins og svo oft áður á kostnað al­menn­ings.“

Þú gætir haft áhuga á þessum

Tengdar fréttir sem þú gætir haft áhuga á að lesa: