Fréttir

Sama sukkið og fyrir hrun?

By Ritstjórn

November 15, 2019

Katrín Baldursdóttir skrifar: „Hvað er í gangi hérna? Hvar fá bankastjórar Arion banka 223 milljónir til að kaupa hlutabréf í bankanum? Er sama sukkið byrjað og fyrir hrun? Er bankinn að lána bankastjórunum svo þeir geti keypt hlutabréfin? Og af hverju eru þeir að kaupa núna? Stendur bankinn svona illa að allt stefnir í óefni nema keypt séu hlutabréf? Og hvaða félög eru tengd þessum kaupum? Það er einhvern skítalykt af þessu máli.“

Gunnar Smári bætir við: „Líklegast: Bankinn lánar, bankastjórarnir eru með skaðleysissamning, bankinn er byrjaður að kaupa hlutabréf í sjálfum sér eins og gert var í forvera hans. Nokkuð sem vitað hefur verið í rúm 100 ár að er vís leið til glötunar.“