- Advertisement -

Sama hvaða flokkar eru við völd

Marinó G. Njálsson skrifaði:

Haustfundur Landsvirkjunar var í morgun með áhugaverðri umræðu. Margir ræddu um orkuskort og að kerfið væri uppselt. Kannski er það rétt, en gerist þetta ekki víðar en í orkugeiranum án þess að menn missi sig.

Mikill „aflskortur“ er í framhaldsskólakerfinu. Hundruð nemenda er vísað frá á hverju hausti, vegna þess að það vantar pláss í skólunum. Ég kannast ekki við, að ráðherra menntamála missi sig yfir því. Nei, hann ákveður að skera niður, fækka plássum og spara pening. Þetta hefur áhrif á nemendur, sem ekki komast að, í langan tíma.

Í ansi mörgum sveitarfélögum er ótrúlegur „afl- og orkuskortur“ í leikskólum. Loforð um pláss fyrir yngstu börnin eru svikin hægri/vinstri, sama hvaða flokkar eru við völd. Ekki eru haldnar heilu ráðstefnurnar um þau mál.

Þú gætir haft áhuga á þessum

Eru það þarf samfélagsins að láta rafmyntagröft hafa forgang fram yfir raforku til húshitunar?

Samgöngukerfi landsins er fyrir löngu sprungið, bæði „afl- og orkuskortur“.

Er það bara þegar kemur að orkumarkaðinum, sem ekki má hafna nýjum kaupendum eða forgangsraða afhendingu til almenningsveitna?

Halla Hrund Logadóttir, orkumálastjóri, sagði einmitt að vandinn við nýja virkjanir, að ekki sé öruggt að ný orka fari í þá þætti sem æskilegt er, þ.e. orkuskiptin. Staðreyndin er, að ekki er til nein stefna um það í hvað ný orka á að fara. Rammaáætlun er um framleiðsluna, en síðan má sóa raforku í alls konar vitleysu. Hörður Arnarson, forstjóri Landsvirkjunar, brást við orðum Höllu og sagði, að hlutverk Landsvirkjunar væri að bregðast við þörfum samfélagsins. En er Landsvirkjun að því? Eru það þarfir samfélagsins að selja 1/20 hluta af framleiddri raforku í rafmyntagröft? Eru það þarf samfélagsins að láta rafmyntagröft hafa forgang fram yfir raforku til húshitunar? Ég held ekki.

Það er nákvæmlega ekkert að því, að ekki sé hægt að verða við öllum óskum um raforku frá nýjum aðilum. Það er hins vegar alveg stórfurðulegt, að í landi sem framleiðir meiri raforku á haus en önnur lönd í heiminum hvert fyrir sig, sé ekki hægt að uppfylla þarfir almenningsveitna. Og á meðan raforkuframleiðendur, sem vilja byggja virkjanir, og raforkusala, sem vilja kaupa orkuna frá þessum virkjunum, geta ekki gefið neina tryggingu um að þessir aðilar munu anna eftirspurn almenningsveitna og orkuskipta, þá erum við ekki að færast nær því að mæta þörfum samfélagsins með nýjum virkjunum. Það endar bara í, að enn fleiri virkjana er þörf.

…það var ástæðan fyrir því að raforka til húshitunar var skert á Vestfjörðum.

Byrjum á því, að forgangsraða í hvað orkan á að fara. Gefum síðan út virkjanaleyfi (að undangengnu ferli Rammaáætlunar) til aðila sem eru tilbúnir að gangast undir þá forgangsröðun. Ég er sammála Herði um að þarfir samfélagsins eiga að vera í öndvegi, en ekki samt viss um að við lítum sömu augum á þessar samfélagslegu þarfir.

Gleymdi einu: Hörður sagði að þetta með rafmyntagröftin væri bara upplýsingaóreiða. Ekki væri seld raforka í hana, nema í góðum vatnsárum. Samt var það þannig fyrri hluta árs 2022, að skerða þurfti raforku til húshitunar á sama tíma og raforka var seld til gagnavera vegna rafmyntagraftar. Hann talaði síðan um upplýsingaóreiðu og sagði að árið 2021-22 hafi verið gott vatnsár, en gleymdi að nefna að 2020-21 var það ekki og það var ástæðan fyrir því að raforka til húshitunar var skert á Vestfjörðum.

Greinina birti Marinó á eigin Facebooksíðu. Hún er birt hér með góðfúslegu leyfi höfiundar.


Auglýsing

Tengdar fréttir sem þú gætir haft áhuga á að lesa: