- Advertisement -

Salmann Tamini og 365 lögðu Stofnun múslima

- meiðyrðamáli vísað frá vegna óglöggs málatilbúnaðar

„Málatilbúnaði stefnenda er svo áfátt að hann fullnægir ekki umræddum skýrleikakröfum laga um meðferð einkamála og er svo óglöggur að komið getur niður á vörnum stefndu. Verður því fallist á frávísunarkröfu stefndu,“ segir í héraðsdómi þegar máli sem stofnun múslima upphóf var vísað frá dómi. Dómurinn var kveðinn upp í Héraðsdómi Reykjavíkur.

Stefnendum, í málinu, Hussein Aldoudi, Karim Askari og Stofnun múslima á Íslandi ses.,var gert að greiða stefndu óskipt málskostnað, stefnda Salmann Tamimi 600.000 krónur og stefndu 365 miðlum hf., Kristínu Þorsteinsdóttur og Nadine Guðrúnu Yaghi, samtals 700.000 krónur.

Málatilbúnaðurinn er sagður hafa verið svo óskýr og vanreifaður að stefndu sé gert erfitt um vik að halda uppi vörnum í málinu.

Rök stefnendanna voru að ummælunum sé beint að Stofnun múslima á Íslandi. Þá hafi fyrirsvarsmenn stofnunarinnar, það er stjórnarformaðurinn, Houssein Aldoudi, og framkvæmdarstjóriinn, Karim Askari, persónulega hagsmuni af æru og orðspori félagsins.

Það sem fór fyrir brjóstið á þeim og tekið er fram í rökum þeirra fyrir dómi er frétt á Vísi, þar sem fyrirsögnin var: „Þarf að bregðast við tengslum við hryðjuverkasamtök“. Nánar tiltekið segir í fréttinni að Osama Krayem, sem handtekinn hafi verið og ákærður fyrir aðild að hryðjuverkunum í París árið 2015, hafi unnið fyrir móðurfélag Stofnunar múslima á Íslandi, sem staðsett sé í Svíþjóð. Fréttin byggir á viðtali við stefnda Salmann Tamimi en jafnframt koma þar fram sjónarmið stefnenda Houssein Aldoudi og Karim Askari. Eftir þeim stefnendum er haft að íslensku samtökin hafi engin tengsl við Osama Krayem. Þá er greint frá því að Stofnun múslima hafi tengsl við Alrisalah í Svíþjóð og hugtökin „móðurfélag“ og „útibú“ notuð í því sambandi. Að lokum er í fréttinni vísað til svars greiningardeildar Ríkislögreglustjóra, um að deildin tjái sig ekki um einstök mál.“

Málatilbúnaðinum var það áfátt að málinu var vísað frá.

Dóminn má lesa hér.


Auglýsing

Tengdar fréttir sem þú gætir haft áhuga á að lesa: