- Advertisement -

Salka Sól gerði afar pínleg mistök: „Ástæðan fyrir því að ég er búin að vera á rassinum“

Söng- og leikkonan Salka Sól Eyfeld deilir frekar vandræðulegum mistökum sínum með vinum sínum og fylgjendum á Twitter. Eftir að hafa uppgötvað mistök sín fannst henni réttara að útskýra málið betur.

Salka Sól keypti sér sem sagt nýjan sundbo á dögunum af því að hennar gamli þótti henni orðinn heldur til of gagnsær fyrir sinn smekk. Svo fór hún í sund og fattaði þá mistökin:

„Keypti mér nýjan sundbol afþví gamli var orðin gegnsær svo ég henti honum. Var að fatta í dag að ég hef hent nýja sundbolnum og það er ástæðan fyrir því að ég er búin að vera semí á rassinum í sundi síðustu vikur,“ útskýrir Salka Sól.


Tengdar fréttir sem þú gætir haft áhuga á að lesa: