- Advertisement -

Salek: Ný tækifæri opnast

Vinnumarkaður Guðmundur Þ. Ragnarsson, formaður VM, segir nýgerðan samning á vinnumarkaði gefa meiri vonir en áður til að takast megi að stöðva höfrungahlaupið og að við færumst nær því sem hefur reynst hvað best á hinum Norðurlöndunum.

„Ég hef lengi talað fyrir að við breytum því hvernig við höfum starfað í meira en sextíu ár. Það þarf að draga úr yfirvinnu og hækka dagvinnulaunin. Ég tel að það sem við gerðum í dag vekji vonir um að svo geti orðið.“

Samningurinn gildir til ársloka 2018. Laun hækka strax, eða frá síðustu áramótum, um 6,2 prósent og svo hækka laun á samningstímanum. „Ég vek athygli á breytingum á lífeyrisgreiðslum, en framlag vinnuveitenda hækkar úr átta prósentum í 11,5 prósent.“

Guðmundur vill ekki líkja þessum samningi við þjóðarsáttina frægu fyrir aldarfjórðungi. „ Ekki nema þá vegna þess að nú, einsog þá, koma allir að borðinu og skrifa undir sama pappírinn. Forsendur nú og þá eru hinsvegar gjörólíkar.“

Þú gætir haft áhuga á þessum

„Við í VM höfum viljað allt gera til að draga úr vægi yfirvinnu á tekjur okkar manna. Nú er líklegra en áður að það muni takast. Þetta er tilraun til að koma á friði á vinnumarkaði með kaupmáttaraukningu. Samningurinn er ákveðinn léttir og tækifæri munu opnast,“ sagði Guðmundur Þ. Ragnarsson formaður VM.

Þetta kemur fram á heimasíðunni; vm.is.


Tengdar fréttir sem þú gætir haft áhuga á að lesa: