- Advertisement -

Salek átti að takmarka samningsréttinn

„En rétt er að geta þess að það kostar fjögurra manna fjölskylda 150.000 krónum meira að greiða af húsnæðislánum og kaupa í matinn miðað við Norðurlöndin.“

Vilhjálmur Birgisson skýrir hvers vegna núverandi forysta verkafólks hafnar Salek og hvað yfirstéttin færði sjálfri sér áður en Salek tæki gildi.

Ég tek eftir því að núna er verið að reyna að dustað rykið af svokölluðu Salek samkomulagi, en umræða um Salek samkomulagið hefur nú verið í tveimur síðustu fréttatímum á ruv. En nú eru aðilar að velta því fyrir sér af hverju ekki sé verið að ræða um nýtt vinnumarkaðsmódel í þeim kjaraviðræðum sem nú standa yfir.

Rétt er að rifja upp að fyrrverandi forysta ASÍ tók þátt í undirrita samkomulag um Salek samkomulag og átti það samkomulag að verða leiðarvísir að nýju vinnumarkaðsmódeli sem átti að taka gildi í þessum kjarasamningum sem nú standa yfir. Þetta nýja vinnumarkaðsmódel gekk út á að takmarka samningsrétt stéttarfélaganna og taka upp miðstýrða ákvörðunartöku um hvert svigrúm til launabreytinga geti verið. Sem sagt að ætíð yrði samið um hófstilltar launahækkanir sem væru á bilinu 2 til 3,5%

Ég er ekki í neinum vafa um að allir sem tóku þátt í þessari vinnu árið 2015 voru fullviss um að þetta hófstillta launabreytingakerfi yrði komið á 2019. Á þeirri forsendu fóru öll efrilög samfélagsins í þá vinnu að lagfæra kjör sín áður en þetta nýja vinnumarkaðsmódel yrði fest í lögum og við þekkjum allar þær gríðarlegu launahækkanir sem efrilög samfélagsins skömmtuðu sér árin 2016 og 2017.

Þú gætir haft áhuga á þessum

Ég tel að þetta hafi þeir viljað gera áður en „grálúsugur almúginn“ yrði læstur inni með möguleika á að sækja réttláta hlutdeild í góðri afkomu fyrirtækja í þessu nýja vinnumarkaðsmódeli. Með öðrum orðum efrilögin vildu vera búin að tryggja sér góðar launahækkanir áður en nýtt vinnumarkaðsmódel yrði fest í löggjöf þar sem ætíð yrði úthlutað hóflegum launahækkunum!

Ný forysta í verkalýðshreyfingunni sá í gegnum þetta rugl og tókst að hafna þessu nýja vinnumarkaðsmódeli sem gekk út á að skerða samningsrétt launafólks. Það átti ekkert að horfa til sambærilegs vaxtarstigs, verðtryggingar og vöruverðs á Norðurlöndunum, nei bara semja um hóflegar launahækkanir. En rétt er að geta þess að það kostar fjögurra manna fjölskylda 150.000 krónum meira að greiða af húsnæðislánum og kaupa í matinn miðað við Norðurlöndin.

Í fréttum í kvöld var viðtal við Steinar Holden sem gerði skýrslu fyrir Salek hópinn árið 2015, en í þeirri skýrslu stóð þetta hér að neðan og þetta segir allt sem segja þarf um þetta nýja vinnumarkaðsmódel sem þetta ágæta fólk vildi taka upp:

„Þar sem hóflegar launahækkanir leiða til aukins hagnaðar fyrirtækjanna er mikilvægt að meðlimir stéttarfélaganna sjái þær hafa jákvæð áhrif á fjárfestingar og atvinnustig en hafi ekki eingöngu í för með sér hærri arðgreiðslur eða launahækkanir æðstu stjórnenda.“


Tengdar fréttir sem þú gætir haft áhuga á að lesa: