Fréttir

Saksóknarinn og Sigmundur Davíð

Helgi Magnús segir vinstrisinnað fólk ógn við lýðræði á Íslandi. Tekur samt fram að óbeitin á vinstri sinnuðu fólki hafi; „ekk­ert með mín­ar stjórn­mála­skoðanir að gera.“

By Miðjan

December 17, 2018

Sigmundur Davíð skrifaði enn eina vörnina, vegna Klausturmálsins, um helgina þar sem hann lét að því liggja að allt annað hefði gilt hefðu vinstri menn úthúðað fólki, líkt og hann hans félagar gerðu.

Vararíkisaksóknarinn, Helgi Magnús Gunnarsson, tók undir með Sigmundi og Mogginn greinir frá viðbrögðum vararíkissaksóknarans.

„Ég held að þetta sé rétt. Það er lít­ill hóp­ur af vinstri mönn­um sem virðist telja að þeir séu dóm­ar­ar um hvað sé siðferðilega rétt. Þeir virðast telja að þeir í nafni PC [póli­tísks rétt­trúnaðar] geti hrópað niður þá sem eru þeim ósam­mála,“ skrif­ar Helgi Magnús. Þetta sé fólk sem skapi þá hættu sem steðji að lýðræði á Íslandi. „Vegna þess að tján­ing­ar­frelsið er und­ir­staða alls góðs sem við eig­um í dag og allra fram­fara í framtíðinni.“

„Gap­ux­ar eig­in póli­tísks rétt­trúnaðar“ sem þarna hafi sig í frammi séu ekki mik­ils virði ef þjóðin láti þá ekki stjórna sér. Því miður hafi veru­leg­ur hluti há­skóla­sam­fé­lags­ins hoppað á þenn­an vagn. Þetta fólk sé ekk­ert meira en hræsn­ar­ar sem eng­inn ætti að virða viðlits. „Ég vil taka það fram að þetta hef­ur ekk­ert með mín­ar stjórn­mála­skoðanir að gera,“ sagði Helgi Magnús í sam­tali um færslu sína. Umræðan hafi hins veg­ar sýnt að það sé ekki sama Jón og séra Jón.

Efni þessarar færslu er fengið úr Mogganum.